Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2013 | 09:25

Rory komst ekki gegnum niðurskurð

Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurð á Irish Open.  Niðurskurður var miðaður við parið en Rory var á samtals 2 yfir. (74 72) og var því 2 höggum frá því að ná í gegn.

Ekki góð frammistaða þetta hjá nr. 2 í heiminum, en fátt hefir verið um fína drætti hjá honum það sem af er keppnistímabilsins.

„Þetta eru vonbrigði.  Ég varð bara fyrir vonbrigðum með hvernig ég spilaði í gær (fyrradag – þ.e. fimmtudag 1. dag mótsins), mér leið í raun aðeins betur í dag (gær),“ sagði McIlroy.

„Þegar ég missti flöt náði ég ekki að bjarga því og ég setti ekki niður mörg pútt, en slátturinn var aðeins betri í dag (gær),“ sagði Rory eftir hringinn í gær.

„Ég verð líklega hér um helgina að æfa mig en það er ekki gaman að vera ekki að keppa og augljóslega að reyna að vinna mót,“ sagði Rory.

Hér má sjá myndskeið með vonsviknum Rory McIlroy eftir að hann náði ekki niðurskurði á Irish Open SMELLIÐ HÉR: