Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2013 | 06:30

GF: Magdalena fyrsti kvenklúbbmeistari GF!

Meistaramóti GF lauk í gær, 30. júní en keppt var um helgina og spilaðir 2 hringir. Þátttakendur voru 56 talsins og keppt var í 9 flokkum. Klúbbmeistari í ár varð Magdalena S H Þórisdóttir á 161 höggi. Er það í fyrsta sinn sem kona verður klúbbmeistari hjá GF. Veður var gott báða dagana og gekk mótið vel. Þess má einnig geta að í gær fór Hrafnhildur Eysteinsdóttir holu í höggi á 9. holu vallarins í meistaramótinu. Úrslit í meistaramóti GF 2013 voru eftirfarandi: 1. flokkur kvenna 1 Magdalena S H Þórisdóttir GS 12 F 39 38 77 8 84 77 161 23 2 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 11 F 35 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 22:45

Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason – 30. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og er því 53 ára í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF).  Hann hefir m.a. leikið golfið erlendis og var t.d. í hópi Seyðfirðinga á Costa Ballena vorið 2012.  Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnu og Dagnýju Erlu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn Ómar Bogason Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (28 ára); William Park Sr., (30. júní 1833-25. júlí 1903) Lesa má um þann afmæliskylfing með því að SMELLA HÉR: Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 22:30

LPGA: Inbee Park vann 3. risamótið í röð!!!

Inbee Park skrifaði sig í sögubækurnar í kvöld en hún er búin að vinna öll 3 risamót kvennagolfsins af 5 það sem af er ársins.  Það er árangur sem aðeins 3 kvenkylfingum hefir tekist á undan henni þ.e. Babe Zaharias, Mickey Wright og Pat Bradley (frænku Keegan).  Nú beinast allra augu að Opna breska kvenrisamótinu en þar á Inbee tækifæri að verða fyrsti kylfingur sögunnar til að vinna 4 risamót á einu og sama keppnistímabilinu. Inbee sigraði á US Women´s Open 2013 með skor upp á samtals 8 undir pari, 280 högg (67 66 71 74). Hún átti 4 högg á þá sem varð í 2. sæti IK Kim, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 19:45

PGA: Bill Haas vann á AT&T

Það var Bill Haas sem sigraði á AT&T National mótinu. Haas lék á 12 undir pari, 272 höggum (70 68 68 66) og átti 3 högg á næsta mann, landa sinn Roberto Castro, sem búinn var að leiða mestallt mótið. Þriðja sætinu deildu DH Lee frá Suður-Kóreu og Jason Kokrak á samtals 8 undir pari, 4 höggum á eftir Haas. Í 5. sæti varð Stewart Cink og því 6. Texasbúinn 19 ára, Jordan Spieth. Til þess að sjá úrslit AT&T National SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 19:30

AT&T í beinni

Mót vikunnar á PGA Tour er AT&T National. Leikið er á Congressional Country Club í Bethesda, Maryland. Það eru 4 sem eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn: James Driscoll, Roberto Castro, Bill Haas og Andres Romero. Bein útsending hófst kl. 12:00 í dag. Til þess að sjá AT&T í beinni SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með skori keppenda á skortöflu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 18:15

Evróputúrinn: Paul Casey sigraði á Irish Open

Það var Englendingurinn Paul Casey, sem sigraði á Opna írska (ens. Irish Open) í Carton House golfklúbbnum í dag. Casey lék samtals á 14 undir pari, 274 höggum (68 72 67 67). Hann átti 3 högg á þá sem næstir komu en það voru Joost Luiten frá Hollandi og Englendingurinn Robert Rock, en báðir voru þeir á samtals 11 undir pari, hvor. Í 4. sæti varð síðan spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá úrslitin á Irish Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 18:00

Ólafía Þórunn sigraði í Danmörku – Guðmundur Ágúst varð í 2. sæti!!!

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR  sigraði á Team Rudersdal Open mótinu, sem fram hefir farið nú um helgina 29.-30. júní í Furesö Golfklub í Danmörku. Keppendur í kvennaflokki voru 10 lokahringinn.  Ólafía vann á 7 yfir pari, 220 höggum (70 74 76). Hinn Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni Guðmundur Ágúst Kristjánsson,  GR,  varð í 2.sæti í karlaflokki. Þátttakendur í karlaflokki lokahringinn voru 28.  Hann lék á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (75 70 72).   Aðeins munaði 1 höggi á Guðmundi Ágúst og sigurvegara mótsins Nicolai Tinning frá Danmörku. Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 16:30

Læknar-Lögmenn á Urriðavelli – 30. júní 2013

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 15:00

GL: GVG-konur sigursælar á Helenu Rubinstein!

Í  gær héldu Leyniskonur Opna Helena Rubinstein mótið  á Garðavelli á Akranesi. 96 konur úr 18 golfklúbbum tóku þátt í mótinu að þessu sinni og léku þær í fínasta veðri. Helstu úrslit mótsins voru sem hér segir: Forgjafarflokkur 0-17,9: 1. sæti: Hugrún Elísdóttir, GVG, 39 punktar 2. sæti: María Björg Sveinsdóttir, GL, 35 punktar 3. sæti: Petrún Björg Jónsdóttir, GVG, 34 punktar Forgjafarflokkur 18-27,9: 1. sæti: Ásgerður Þórey Gísladóttir, GHG, 38 punktar 2. sæti: Ella María Gunnarsdóttir, GL, 36 punktar 3. sæti: Oddný Sigursteinsdóttir, GR, 33 punktar Forgjafarflokkur 28-36: 1. sæti: Kolbrún Haraldsdóttir, GVG, 38 punktar 2. sæti: Hekla Ingunn Daðadóttir, GKJ, 35 punktar 3. sæti: Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, GVS, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 00:40

NK: Nökkvi á 66 á Nesinu

Opna Úrval-Útsýn mótið fór fram á Nesvellinum í gær við frábærar aðstæður þar sem völlurinn skartaði sínu fegursta og stafalogn var á meðan mótinu stóð. Það voru rúmlega eitthundrað þátttakendur og komust færri að en vildu. Við aðstæður sem þessar má alltaf búast við góðum skorum og var það svo sannarlega raunin. Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum átti hring dagsins þar sem hann lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari og sigraði í höggleiknum.  Hringurinn var „gallalaus“ af hálfu Nökkva þar sem hann fékk engan skolla heldur sex fugla og tólf pör.  Glæsilegur hringur hjá Nökkva sem hlýtur að gefa honum byr undir báða vængi fyrir Meistaramót klúbbsins sem Lesa meira