Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2013 | 15:00

55 ára spilar Langer besta golf ævinnar

Jessica Marksbury aðstoðarritstjóri Golf Magazine tók nýlega eftirfarandi viðtal við þýska kylfinginn Bernhard Langer, sem er orðinn 55 ára (f. 27. ágúst 1957) en er nú um stundir að spila eitthvert besta golf ævinnar. Langer gerðist atvinnumaður í golfi 1976 og hefir á löngum ferli sínum sigrað 89 sinnum (þar af 42 sinnum á Evrópumótaröðinni og 2 sinnum á risamótum, bæði skiptin Masters (1985 og 1993).  Hér fer viðtalið í lauslegri íslenskri þýðingu:

Golf Magazine:  Ekki aðeins náðir þú niðurskurði á Masters í ár en þú varst líka með efstu kylfinga á lokhringnum áður en þú varðst í 25. sætinu.  Fékkstu drykk úr æskubrunninum? 

Bernhard Langer:  Þetta snýst bara um hugsunarháttinn, sem maður fer með inn í mót þ.e. að reyna ekki bara að ná niðurskurði heldur að reyna að vera að keppa til sigurs og vera ofarlega á skortöflunni og eiga möguleika á sigri á sunnudeginum. Púttin hjálpuðu líka.

Golf Magazine: Þú hófst sunnudaginn með þremur fuglum í röð. Var eitthvað augnablik þar sem þú hugsaðir: „Ég get unnið?“ 
Bernhard Langer: Maður vill ekki fara fram úr sér. Maður sigrar ekki fyrr en á 72. holu. Ég hef gert þessi mistök áður og vildi ekki endurtaka þau, þannig að ég naut bara augnabliksins og reyndi að spila besta hring sem ég gat.

Golf Magazine: Það þarf að pútta vel til þess að sigra á Augusta. Þú hefir verið að spila vel með langa pútternum þínum í meira en 15 ár. Ertu með varaplan ef hann verður bannaður? 
Bernhard Langer: Ég mun líklega nota langa pútterinn minn eins lengi og ég get og eftir það verð ég að finna aðra leið til að pútta. En það er engin alvöru ástæða [fyrir banninu]. Ef einfaldara, auðveldara eða óréttlátara væri að nota pútterinn af hverju eru ekki allir að nota hann? Hverjir eru að slá með dræverum með stóran haus, með grafít sköftum eða með öllum blendingskylfurnar? Allir! Af hverju? Vegna þess að þetta er til hagsbóta – bætir leik viðkomandi. Hverjir nota langa púttera? Það eru e.t.v. 12-15% Vegna þess að þeir eru ekki raunverulega auðveldari í notkun. Það er allt sem ég vil segja um málið.

Bernhard Langer

Bernhard Langer er einn þeirra sem notar langan pútter

Golf Magazine: Þú hefir alltaf verið verið opinskár með að þú hafir átt í vandræðum með yips (titring í höndum sem veldur erfiðleikum að pútta) Hversu oft hugsar þú um það þegar þú misstir stutta púttið 1991, sem kostaði lið Evrópu í Rydernum sigurinn?  

Bernhard Langer: Í raun, aldrei. Á síðasta ári var mikið verið að rifja Kiawah 1991 upp , þannig að ég fylgdist með því, en nú hugsa ég ekkert um það. Ég held að ég hafi gert nóg af jákvæðum hlutum til þess að bæta fyrir það, þannig að ég get lifað með því og það er það mikilvægasta.

Golf Magazine: Þjóðverjinn Martin Kaymer sagði að hann hugsaði um þig þegar hann stóð yfir sigurpúttinu á Ryder Cup í Medinah á síðasta ári. 
Bernhard Langer: Já, ég veit. Ég get ekki trúað því [Hlær] Ég var ekki ánægður þegar ég sá fyrsta púttið hans [á 18.] fara svona langt framhjá. Ég fylgdist með í sjónvarpi.  Allt sem varð að gera var að tvípútta þarna fyrir sigri og hann fer 6 fet (2 metra framhjá). Ég gat ekki trúað að hann væri að hugsa um mig á þessari stundu. Það er ekki það besta að gera á þessari stundu en hann var með stáltaugar og náði góðri púttstroku (og setti niður sigurpúttið!!!)

Golf Magazine: Vinur þinn sem líka er fimmtíuog eitthvað ára Vijay Singh áfrýjaði og vann þegar til stóð að PGA Tour viki honum af mótaröðinni eftir að hann viðurkenndi að hafa notað hreindýrahornssprey. Átti að refsa honum?  
Bernhard Langer: Það er erfitt að svara þessu. Ég trúi ekki að hann hafi vitað að það [hreindýrahornsspreyið] hafi verið á bannlista, en þekkingarleysi fríar mann s.s. ekki frá refsingu, ekki satt?  Hann mátti vita þetta. Ég fékk reyndar líka hreindýrahornssprey frá sama gæjanum og gaf Vijay það. Hann sendi mér litla flösku en ég snerti hana aldrei vegna þess að ég vissi ekki hvaða áhrif það myndi hafa á mig.

Finnst þér líklegra að  Champions Tour leikmenn freistist meira til að taka lyf sem bæta eiga frammistöðu þeirra en þeir sem eru á PGA Tour?
Bernhard Langer: Ég hugsa ekki að neinn sé að taka eitthvað (til að bæta frammistöðuna) þarna úti. Ég reyni að halda mér frá (öllum lyfjum) Líkaminn er ótrúlega af Guði gerður. Það ætti að leyfa honum (líkamanum) að vera laus við öll þessi efni.

Golf Magazine: Þú vannst nú nýlega 18. mótið þitt á Champions Tour. Hvert er leyndarmál þitt að vera að spila svona frábært golf 55 ára?
Bernhard Langer: Það er sambland margra þátta. Maður verður að vera heilbrigður. Maður verður að hafa drævið. Maður verður að vilja að vera þarna úti. Maður þroskast og verður íhaldsamari en maður veit meira um hvaða högg maður nær og hvaða högg maður á ekki lengur sjéns á að ná. Ég ætla ekki að reyna við einhver kjánaleg högg sem ég myndi e.t.v. hafa reynt að slá fyrir 20 árum undir pressu.

Golf Magazine: Hugsarðu einhvern tímann um það að fara á eftirlaun?
Bernhard Langer: Já, ég hef verið spurður að því í nokkur ár. Það gæti alveg gerst. Allt sem til þyrfti væri að ég hlyti alvarleg meiðsl. En ég hef alltaf sagt, ef ég er heilbrigður og ef ég elska leikinn og næ enn árangri þá held ég áfram að spila.