Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2013 | 08:00

PGA: Castro og Spieth efstir

Það eru Jordan Spieth og Roberto Castro sem leiða á AT&T National mótinu þegar það er hálfnað. Báðir eru búnir að spila á samtals 7 undir pari, 135 höggum; Castro (66 69) og Spieth (69 66).

Jordan Spieth hóf tímabilið með engan status á PGA Tour en nú lítur út fyrir að hann fái fullan keppnisrétt eftir frábæran árangur í þeim mótum sem hann hefir fengið að spila í, í 1 ár.  Takist honum að sigra í mótinu tryggir hann sér keppnisrétt í 2 ár og fær þar að auki að spila í FedEx Playoff í haust.

Jordan Spieth á Byron Nelson fyrir 3 árum

Jordan Spieth á Byron Nelson fyrir 3 árum

Frábær árangur hjá þessum 19 ára pilt frá Texas sem lék í 1. PGA Tour móti sínu í heimaríki sínu fyrir 3 árum, aðeins 16 ára, þ.e. á Byron Nelson mótinu. Þá voru aðeins 3 ungir áhugamenn í sögu PGA Tour sem höfðu fengið undanþágur til að spila svo ungir á PGA Tour, en allir þóttu einstaklega efnilegir og skara fram úr í golfinu. Hinir voru: Trip Kuehne (1995); Justin Leonard (1993) og Tiger Woods (1993).  Það er greinilegt að menn hafa ekki misreiknað sig í Spieth – hann er nafn sem við eigum eftir að heyra meira í framtíðinni.

Hér má sjá viðtal við Spieth SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag á AT&T National mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á AT&T National mótinu SMELLIÐ HÉR: