Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2013 | 16:30

Tiger vill að Vonn sé ekki að tjá sig um þau

Tiger Woods vill að kæresta hans Lindsey Vonn, sé ekkert að tjá sig of mikið um samband þeirra í fjölmiðlum.

Tiger varð reiður nú um daginn þegar Lindsey kallaði sjálfa sig „eiginkonu hans“ í blaðaviðtali.

Kommentið fór líka illa í fyrrum eiginkonu Tiger, Elinu Nordegren  og Tiger er dauðhræddur um að hún muni reyna að koma í veg fyrir að hann fái að sjá börn sín Sam og Charlie.

„Elín er ævareið“ sagði heimildarmaður bandaríska kjaftablaðinu the National Enquirer.

„Hún hefir sagt Tiger að hún viji fá forsjá barna sinna ein og hún sé að taka fyrstu skref til þess að halda þeim frá Lindsey.“

Lindsey lét kommentin falla í fyrsta blaðaviðtali sínu frá því að hún og Tiger tilkynntu um rómans sinn s.l. mars. Hún sagði líka að hún væri „mjög hamingjusöm.“

„Við tölum um golf… en ég hlusta mestmegnis…. mikið af fólki fer heim og talar við eiginkonu sína eða eiginmann um starf sitt. Það er það sem við gerum,“ var það sem Lindsey sagði, án þess beint að tilgreina sjálfa sig sem eiginkonu Tiger.

„Tiger vissi að Elín yrði æf af bræði,“ sagði heimildarmaður.

„Hann varð sjálfur ævareiður og sagði við Lindsey: „Þú ættir að læra hvenær á að halda kjafti! Þetta á eftir að kosta mig börnin!“

„Lindsey reyndi að útskýra að hún hefði ekki meint neitt illt með þessu, en Tiger sagði henni að ef hún væri að hugsa um sjálfa sig sem eiginkonu sína, væri hann hættur með henni.“

„Elín telur að Lindsey og Tiger séu að nota börnin í auglýsingaskyni.“

„Og þegar hún heyrði hvað Lindsey hefði sagt um að hún væri „eiginkona“ Tiger þá sagði Elín „Þetta er dropinn (sem fyllir mælinn)!“

„Í skilnaðarskilmálum þeirra (Tiger og Elínar) segir að Tiger megi ekki vera með börnin í kringum kærestur sínar. Elín finnst að hann hafi brotið skilmálana og það gefi henni frítt spil að fara fram á að hún hafi ein forsjá barnanna en hún er sameiginleg, sem stendur.“

„Elín hefir aldrei tekið rómans Tiger með Lindsey alvarlega, en hún telur að honum leiðist hún og þetta endist ekki árið. Nú er hún hins vegar sannfærð um að Lindsey sé að reyna að taka sæti hennar sem móðir barna sinna og það er svo sannarlega ekki nokkuð sem hún ætlar að taka si svona.“

Nú nýlega  greindu nokkrir fjölmiðlar frá því  hvað Elínu finnst um rómans Tiger við Lindsey. Jafnframt ýjaði einn fjölmiðillinn að því að Tiger og Lindsey væru hætt saman eftir að Vonn hefði skammað börnin þegar þau klæddu sig upp í föt hennar og skartgripi, en Tiger taldi að það yrðu vandræði þegar Elín frétti af því. [Hafa verður í hug að hér er um mjög óáreiðanlegan fjölmiðil að ræða – einn sem sérhæfir sig í kjaftasögum]…. en þar sem logar er oft eldur!

„Elín hatar Lindsey Vonn og allt varðandi rómans þeirra,“ sagði heimildarmaðurinn loks.

„Hún er reið að Tiger hafi bara svo lítið sem umgengnisrétt við börnin.“