Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 11:00

LPGA: Manulife Financial LPGA Classic hefst í dag í Kanada

Mót vikunnar á LPGA mótaröðinni er Manulife Financial LPGA Classic. Spilað er á Grey Silo golfvellinum í Waterloo, Ontario, Kanada. Flestir af fremstu kvenkylfingum heims taka þátt í mótinu, m.a. nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park frá Suður-Kóreu. Sú sem á titil að verja er hin bandaríska Brittany Lang, og mun hún hefja titilvörnina í dag. Mótið hefst eftir u.þ.b. 10 mínútur. því 4 tíma tímamismunur er á Kanada og Íslandi (þ.e. við erum 4 tímum á undan) og fyrsti ráshópurinn fer út kl. 7:10 að staðartíma (þ.e. 11:10 að okkar tíma).  Í fyrsta ráshóp er kylfingur sem m.a. hefir spilað hér á Ísland (á Icelandic Junior Masters mótinu á Hellu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 10:00

GK: Birgir Björn og Þórdís leiða í Meistaraflokkum Keilis eftir 1. dag

Í gær hófst keppni í Meistaraflokkum karla og kvenna hjá Golfklúbbnum Keili. Í efsta sæti í karlaflokki er hinn 16 ára ungi Birgir Björn Magnússon, en hann kláraði 1. hring á 1 yfir pari, 72 höggum. Á hringnum fékk Birgir Björn 2 fugla, 13 pör og 3 skolla.  Fuglarnir komu á 4. og 5. braut. Aðeins 2 höggum á eftir Birgi Birni er Benedikt Árni Harðarson á 3 yfir pari, 74 höggum og í þriðja sæti eftir 1. dag er Benedikt Sveinsson á 4 yfir pari, 75 höggum. Í 4.-6. sæti eru síðan 3 góðir kylfingar: Gísli Sveinbergsson, Sigurður Gunnar Björgvinsson og Ásgeir Jón Guðbjartsson allir á 5 yfir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 23:00

Will Grimmer með hring upp á 59

Árið 2012 var ár unglinganna ef svo mætti að orði komast. Hin 15 ára Lydia Ko vann fyrsta mót sitt á LPGA, hinn 17 ára Beau Hossler var í forystu á Opna bandaríska risamótinu.  Svo virtist sem engir unglingar ætluðu að skara fram þetta árið þegar Will Grimmer sté fram á sjónarsviðið í dag. Will Grimmer er aðeins 16 ára frá  Cincinnati, Ohio. Hann var á 11 undir pari, 59 höggum á Pinehurst nr. 1 golfvellinum, en hann tekur þátt í 35.  North & South Junior Championship, á Pinehurst golfstaðnum. Grimmer sagði í viðtali við Golf Channel: „Ég leit ekki raunverulega á þetta sem möguleika fyrr en á síðustu holunni.“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margeir Ingi Rúnarsson – 10. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Margeir Ingi Rúnarsson. Margeir Ingi er fæddur 10. júlí 1994 og er því 19 ára í dag. Margeir Ingi er í Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfiðri og er góður kylfingur. Hann varð m.a. klúbbmeistari GMS 2012 og varð í 2. sæti nú í ár! Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan… Margeir Ingi Rúnarsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Murray Irwin „Moe“ Norman, f. 10. júlí 1929 –  d. 4. september 2004;   Scott Michael McCarron, 10. júlí 1965 (48 ára) ….. og ……   Bergthora Margret Johannsdottir (57 ára) Guðmundur Gísli Geirdal, GO (48 ára) Helga Þóra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 19:30

EM: Guðrún Brá best á 2. degi!

Íslenska kvennalandsliðið golfi hafnaði í 17.sæti eftir síðari hringinn í höggleiknum á EM kvenna. Íslenska liðið leikur því í C riðli ásamt Sviss og Slóvakíu en keppni í riðlum hefst á morgun. Guðrún Brá Björgvinsdóttir Golfklúbbnum Keili lék best íslensku keppendana en hún lék hringina tvo á 152 höggum sem tryggði henni sæti 50 í einstaklingskeppninni. Oona Vartiainenn frá Finnlandi og  Madelene Sagström  frá Svíþjóð urðu efstar og jafnar í einstaklingskeppninni á 136 högum eða 8 undir pari.  50.sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK            76-76 =  152 högg 54.sæti Ragnhildur Kristinsdóttir        GR          76/77 = 153 högg 85.sæti Sunna Víðisdóttir                        GR          78/79 = 157 högg 90.sæti Signý Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 14:45

GÓS: Guðrún Ásgerður og Brynjar klúbbmeistarar Golfklúbbsins Óss á Blönduósi

Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi fór fram dagana 5.-8. júlí.  Þátttakendur voru 8, 2 konur og 6 karlkylfingar og spilaðir voru 3 hringir.  Þetta er 20% fækkun en keppendur í Meistaramóti 2012 voru 10. Klúbbmeistarar 2013 eru Brynjar Bjarkason og Guðrún Ásgerður Jónsdóttir í kvennaflokki.  Brynjar lék hringina 3 á 29 yfir pari (76 79 84) og Guðrún Ásgerður lék á 73 yfir pari (94 94 95). Guðrún Ásgerður varði klúbbmeistaratitil sinn frá því í fyrra 2012, en það ár var hún jafnframt á besta skori keppenda. Hér að neðan má sjá heildarúrslit úr Meistaramóti Golfklúsins Ós 2013: 1 Brynjar Bjarkason GÓS 3 F 42 42 84 14 76 79 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 14:15

GKS: Þorsteinn sigraði í Tunnumótinu!

Tunnumótið fór fram á Hólsvelli á Siglufirði, sunnudaginn 7. júlí 2013. Þátttakendur voru 6, allt karlkylfingar en engin kvenkylfingur tók þátt, þar sem stór hluti af kvenkylfingum GKS voru við keppni á Volare kvennamótinu á Akureyri og daginn þar áður á Opna kvennamóti GSS, þ.e. 10 ára afmælismótinu. Sigurvegari Tunnumótsins varð Þorsteinn Jóhannsson og  sigraði hann með nokkrum yfirburðum, átti 9 punkta á næsta mann. Heildarúrslit í mótinu voru eftirfarandi:  1 Þorsteinn Jóhannsson GKS 9 F 17 18 35 35 35 2 Þröstur Ingólfsson GKS 19 F 12 14 26 26 26 3 Benedikt Þorsteinsson GKS 6 F 11 14 25 25 25 4 Kári Arnar Kárason GKS 20 F 16 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 14:00

GH: Þorvaldur Jónsson á besta skorinu á Opna Skóbúðar Open mótinu á Húsavík

Opna Skóbúðar Open mótið fór fram á Katlavelli á Húsavík, sunnudaginn 7. júlí s.l.  Þátttakendur voru 56, þar af 6 konur. Á besta skorinu var Þorvaldur Jónsson, GÓ, frá Ólafsfirði en hann var á 73 höggum og sló þar með við félögum sínum og golfkennurum, þeim Ólafi Auðunni Gylfasyni, GÓ , sem var á 75 höggum og Heiðari Davíð Bragasyni, GÓ, á 76 höggum en þeir voru í 2. og 3. sæti. Síðan voru veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf. Þar urðu heildarúrslit eftirfarandi:  1 Helga Björg Pálmadóttir GH 27 F 18 20 38 38 38 2 Bergþór Atli Örvarsson GH 12 F 20 17 37 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 13:15

GA: Stefanía Kristín sigraði á Volare!

Volare Open kvennamótið fór fram á Jaðarsvelli s.l. sunnudag, 7. júlí 2013.  Þátttakendur voru 44. Sigurvegari varð klúbbmeistari GA 2012, sem spilar með golfliði Pfeiffer háskóla í Bandaríkjunum og á reyndar ættir að rekja til Siglufjarðar, líkt og margar af okkar albestu kvenkylfingum: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir!!! Ekki algengt að lágforgjafarkylfingur eins og Stefanía Kristín sigri í punktahlutum opinna móta, þannig að árangur hennar var frábær. Á hringnum fékk Stefanía Kristín 5 fugla, 5 pör, 7 skolla og 1 skramba (á par-4 12. brautina – erfiðustu braut vallarins).  Í 2. sæti varð Arnheiður Ásgrímsdóttir, GA, með 35 punkta og í 3. sæti Guðný Óskarsdóttir, GA með 34 punkta (flesta punkta á seinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 12:30

Phil Mickelson bjartsýnn á gott gengi á Opna breska

Phil Mickelson vonast til þess að sigra í Opna breska á Muirfield, sem hefst síðar í mánuðnum. Nr. 8 á heimslistanum (Phil Mickelson) hefir aldrei tekist að vinna titilinn en hinn 43 ára Phil telur að hann sé í góðu formi og hann er sjálfsöruggur um að hann muni ná langt í mótinu. „Mér hefir ekki virkilega tekist að spila mitt besta golf í þessu móti,“ sagði Mickelson í viðtali við Sky Sports. „En það er kominn tími að gera það nú.  Það verður bara að ná skorinu og slá höggin, sem ég hef verið að vinna í, í 20 ár.  Ég hugsa að s.l. 8 eða 9 ár hafi Lesa meira