Kvennalandsliðið í 14. sæti á EM eftir 1. dag
Íslenska kvennalandsliðið í golfi er í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdag á EM kvennalandsliða sem fram fer í York, Englandi. Íslenska liðið lék á 383 höggum í dag og er 23 höggum yfir pari samtals. Fimm bestu skorin af sex telja á hverjum keppnisdegi. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Signý Arnórsdóttir, GK, og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, léku allar á 76 höggum í dag eða fjórum höggum yfir pari, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR lék á 77 höggum, Sunna Víðisdóttir, GR á 78 höggum og Anna Sólveig Snorradóttir, GK lék á 83 höggum. Síðari hringurinn í höggleiknum er á morgun en danska kvennalandsliðið leiðir mótið á 11 höggum undir pari. Hér má sjá Lesa meira
GÚ: Úthlíð 20 ára
Golfklúbburinn Úthlið hélt upp á 20 ára afmæli sitt um síðustu helgi og af því tilefni var haldin stórglæsileg golfhátíð í Úthlíð Biskupstungum. Metþátttaka var á afmælismótið sem var 18 holu Texas Scramble. Í framhaldi af því var mikil afmælisveisla og verðlaunaafhending í Réttinni, öðru af tveimur glæsilegum klúbbhúsum félagsins. Þar var farið yfir sögu klúbbsins í máli og myndum og einnig var nokkrum heiðursmönnum veittar viðurkenningar fyrir störf sín fyrir félagið. Þeir sem fengu heiðurfélagaviðurkenningu voru Björn Sigurðsson, Hjörtur Fr, Vigfússon og Rúnar Árnason en allir eru þeir stofnfélagar og hafa verið virkir í starfi klúbbsis í þessi 20 ár. Af sama tilefni fékk Björn Sigurðsson Gullmerki GSÍ fyrir Lesa meira
Kylfingarnir Carly Booth og Gary Player nakin í ESPN Body Issue
Nýjasta eintak ESPN the Body Issue er komið út og þar sitja tveir misþekktir kylfingar naktir fyrir. Nokkra athygli hefir vakið að Gary Player, 77 ára, er annar kylfinganna, en hann er lifandi golfgoðsögn sem alla tíð hefir ræktað líkama sinn vel, s.s. sjá má á meðfylgjandi myndum. Hinn kylfingurinn sem situr nakin fyrir er hin skoska 21 ára Carly Booth, sem þrátt fyrir stuttan feril á LET hefir þegar sigrað þar tvívegis. Faðir hennar var rótari hjá Bítlunum. Carly á kæresta sem spila á Evrópumótaröðinni, þ.e. Estanislao (alltaf kallaður Tano) Goya, frá Argentínu Hér má sjá myndirnar af þeim Booth og Player:
Fjórir góðir golfstaðir í Evrópu (4/4)
Nú er mitt sumar og eflaust margir, sem búnir eru að skipuleggja golfferðir erlendis, síðsumars eða í haust. Ferðaskrifstofur bjóða upp á fjölmargar og fjölbreytilegar ferðir, en þó eru alltaf einhverjir sem kjósa að skipuleggja sitt eigið frí, kaupa sér flugmiða, leigja sér bíl og prófa velli sem landinn er ekki að fjölmenna á. Fyrir þá sem eru í slíkum hugleiðingum hefir Golf1.is getið nokkurra góðra hugmynda undanfarna daga, en nú er komið að 4. og síðasta lúxusgolfstaðnum, sem er paradís sérhvers kylfings. SKOTLAND Heimilisfang: Cameron House Loch Lomond Alexandria Dunbartonshire G83 8QZ Lýsing: Það er ekki hægt að vera með kynningu á 4 toppgolfstöðum í Evrópu án þess að Lesa meira
European Men´s Challenge Trophy 11.-13. júlí
Karlalandslið Ísland í golfi tekur þátt í European Men´s Challenge Trophy 2013 sem fram fer í Tékklandi dagana 11. – 13. júlí næstkomandi. Hér er hægt að finna upplýsinar um mótið en um er að ræða undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða sem fram fer á næsta ári. Þrjár þjóðir af tíu komast á sjálft Evrópumótið að ári, auk Íslands eru það Belgía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía og Tyrkland sem taka þátt. European Men´s Challenge Trophy er 54 holu höggleikur, leiknar eru 18 holur á dag þá þrjá daga sem mótið fer fram. Í hverju liði eru sex leikmenn og telja fimm bestu skorin. Verði jafnt þá telur sjötti kylfingurinn einnig. Lesa meira
EM kvenna – Anna Sólveig fékk ás!
EM kvenna hófst í morgun en mótið er að þessu sinni leikið á Fulford Golf Club, York, í Englandi. Sjá má upplýsingar um mótið, rástíma, skor og fl. með því að SMELLA HÉR: Fyrri hringurinn af tveimur í höggleiknum hófst í morgun. Sunna Víðisdóttir GR átti fyrsta rástíma okkar kylfinga kl 09:40 í morgun en tímamismunur milli landana er einn tími (við á eftir). Anna Sólveig Snorradóttir, GK, fékk ás á þriðju holu vallarins á seinni æfingarhringnum sínum í gær, 3. brautin er 147 metra löng og notaði Anna Sólveig sex járn. Glæsilegt!!! Golf 1 óskar Önnu Sólveigu innilega til hamingju með draumahöggið!!! Rástímar íslenska landsliðsins voru annars eftirfarandi: Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Þór Guðmundsson – 9. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Kristinn Þór Guðmundsson. Kristinn Þór er fæddur 9. júlí 1972 og á því 41 árs safmæli í dag!!! Fyrir utan golfið er Kristinn mikill veiðimaður. Systkini Kristins Þór eru Olga og Erlendur og hann á tvo syni: Hinrik Geir og Christian Marel. Komast má á facebok síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Kristinn Þór Guðmundsson (41 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Finch, 9. júlí 1977 (36 ára) …. og ….. Dagbjört Rós Hermundsdóttir (34 ára) Heiðrún Jónsdóttir (44 ára) Asinn Sportbar (36 ára) Hafliði Kristjánsson (43 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
Viðtal við Íslandsmeistarann í holukeppni 2013 – Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur: „Markmiðið á European Ladies að komast í B riðil“
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, varð nú á dögunum Íslandsmeistari í holukeppni, 2. skiptið á ferlinum, en hún vann Íslandsmeistaratitilinn einnig árið 2011. Íslandsmótið fór að þessu sinni fram á Hamarsvelli í Borgarnesi, dagana 21.-23. júní 2013. Frá því að Ólafía Þórunn varð holumeistari hefir hún ekki gert endaleppt. Þann 26. júní varð hún ein af 6 sem hlaut styrk úr Forskoti afrekssjóði kylfinga og var hún eini kvenkylfngurinn sem hlaut styrk nú í ár. Næst sigraði Ólafía Þórunn á móti í Danmörku; Team Rudersdal Open mótinu, sem fram fór dagana 29.-30. júní í Furesö Golfklub og nú í dag, 9. júlí hefur hún leik ásamt 5 öðrum íslenskum stúlkum á European Lesa meira
Fyndin golfauglýsing – Myndskeið
Það er alltaf gaman að horfa á fyndið golfmyndskeið, þannig að hér fer eitt, sem er í eldra kantinum en stendur alltaf fyrir sínu. Þetta er golfauglýsing fyrir vef sem ekki er lengur til chipshot.com, en lýsir vel aðstæðum, sem flestir kylfingar kannast við. Þið eruð úti á velli og viljið reyna við erfitt högg sem varla er framkvæmanlegt á meðan aðrir í ráshóp ykkar eru að hvetja ykkur til að taka auðveldari leið „svo þið tefjið ekki hollið“ eða „látið hollið fyrir aftan ykkur bíða.“ Til þess að sjá myndskeiðið með golfauglýsingunni SMELLIÐ HÉR:
GMS: Auður og Einar klúbbmeistarar 2013
Meistaramóti Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi lauk s.l. laugardag, en mótið stóð 3.-6. júlí 2013. Þátttakendur, sem luku keppni voru 28 talsins. Klúbbmeistarar Mostra 2013 eru Auður Kjartansdóttir og Einar Gunnarsson. Einar, GMS, lék hringina 4 á samtals 36 yfir pari, 324 höggum (76 80 89 79) og átti 5 högg á þann sem varð í 2. sæti Margeir Inga Rúnarsson, GVG. Klúbbmeistari í kvennaflokki varð Auður Kjartansdóttir, GMS, en hún lék hringina 4 á 75 yfir pari, 363 höggum (96 93 88 86) og átti nokkuð mörg högg á þá sem varð í 2. sæti, Söru Jóhannsdóttur, GMS, sem er eiginkona klúbbmeistarans Einars! Sjá má úrslitin úr Meistaramóti GMS 2013 Lesa meira







