Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 23:00

Will Grimmer með hring upp á 59

Árið 2012 var ár unglinganna ef svo mætti að orði komast. Hin 15 ára Lydia Ko vann fyrsta mót sitt á LPGA, hinn 17 ára Beau Hossler var í forystu á Opna bandaríska risamótinu.  Svo virtist sem engir unglingar ætluðu að skara fram þetta árið þegar Will Grimmer sté fram á sjónarsviðið í dag.

Will Grimmer er aðeins 16 ára frá  Cincinnati, Ohio. Hann var á 11 undir pari, 59 höggum á Pinehurst nr. 1 golfvellinum, en hann tekur þátt í 35.  North & South Junior Championship, á Pinehurst golfstaðnum.

Grimmer sagði í viðtali við Golf Channel: „Ég leit ekki raunverulega á þetta sem möguleika fyrr en á síðustu holunni.“  Hann bætti fyrra persónulega met sitt um 7 högg.

Þessu svipar mjög til þess þegar Bobby Wyatt, 17 ára, var á 14 undir pari, 57 höggumt í Country Club í Mobile á 2. hring Alabama Golf Association State Boys Championship mótinu. Wyatt sem nú er í Alabama háskóla varð til þess að liðið vann fyrsta titil sinn í NCAA.

Fyrsti hringur Grimmer í mótinu er svolítð að skemma fyrir honum, 74, hann er þrátt fyrir glæsihringinn ekki í 1. sæti í mótinu, er 2 höggum á eftir forystumanninum.  Þetta þýðir að hann þarfnast frábærs hringjar á morgun!!!

Hér má sjá myndskeið sem tekið var eftir 59 högga hring Will Grimmer SMELLIÐ HÉR: