Phil Mickelson
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 12:30

Phil Mickelson bjartsýnn á gott gengi á Opna breska

Phil Mickelson vonast til þess að sigra í Opna breska á Muirfield, sem hefst síðar í mánuðnum.

Nr. 8 á heimslistanum (Phil Mickelson) hefir aldrei tekist að vinna titilinn en hinn 43 ára Phil telur að hann sé í góðu formi og hann er sjálfsöruggur um að hann muni ná langt í mótinu.

„Mér hefir ekki virkilega tekist að spila mitt besta golf í þessu móti,“ sagði Mickelson í viðtali við Sky Sports. „En það er kominn tími að gera það nú.  Það verður bara að ná skorinu og slá höggin, sem ég hef verið að vinna í, í 20 ár.  Ég hugsa að s.l. 8 eða 9 ár hafi ég farið að spila betra golf. En þetta er enn áskorun.  Ég fer alltaf varlega í að vera of bjartsýnn.  Opna breska er eitt af uppáhaldsmótunum mínum vegna þess að það er mesta áskorunin. En eitt af því sem ég hef lært í gegnum árin, sérstaklega hér á Muirfield, er, að maður þarfnast ákveðinnar heppni, líka.“

Mickelson, 43, deildi s.s. allir muna 2. sætinu í 5. sinn á Opna bandaríska í s.l. mánuði.  Hann mun keppa í Scottish Open í Castle Stuart, sem er mót Evrópumótaraðarinnar og hefst á morgun!