Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 13:15

GA: Stefanía Kristín sigraði á Volare!

Volare Open kvennamótið fór fram á Jaðarsvelli s.l. sunnudag, 7. júlí 2013.  Þátttakendur voru 44.

Sigurvegari varð klúbbmeistari GA 2012, sem spilar með golfliði Pfeiffer háskóla í Bandaríkjunum og á reyndar ættir að rekja til Siglufjarðar, líkt og margar af okkar albestu kvenkylfingum: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir!!!

Ekki algengt að lágforgjafarkylfingur eins og Stefanía Kristín sigri í punktahlutum opinna móta, þannig að árangur hennar var frábær.

Á hringnum fékk Stefanía Kristín 5 fugla, 5 pör, 7 skolla og 1 skramba (á par-4 12. brautina – erfiðustu braut vallarins).  Í 2. sæti varð Arnheiður Ásgrímsdóttir, GA, með 35 punkta og í 3. sæti Guðný Óskarsdóttir, GA með 34 punkta (flesta punkta á seinni 9 þ.e. 18 pkt).

Reyndar voru GA-konur mjög sigursælar, röðuðu sér í 9 efstu sætin; það var ekki fyrr en í 10. sæti sem sést keppandi úr öðrum klúbbi: Dagbjört Rós Hermundsdóttir, GSS frá Sauðárkróki.

Mikið dekur var að sögn í gangi á Volare mótinu í ár líkt og undanfarin ár;  þegar konur komu þreyttar í hús eftir erfiðan hring (en mjög hvasst var á köflum) beið þeirra  fótabað ásamt veglegri kynningu á ýmsum vörum frá Volare.

Æðislega gott að fá fótabað að loknum golfhring með ilmsöltum frá Volare!!!

Æðislega gott að fá fótabað að loknum golfhring með ilmsöltum frá Volare!!! Mynd: GA

Úrslit voru eftirfarandi:

  • Nándarverðlaun á 4. holu: Stefanía Elsa Jónsdóttir 1,65m
  • Nándarverðlaun á 18. holu: Guðrún Kristjánsdóttir 5,40m
  • Lengsta teighögg á 15. braut: Indíana Auður Ólafsdóttir 
Indíana Auður Ólafsdóttir, sigurvegari á Volare 2012 átti lengsta teighöggið í mótinu 2013. Mynd: Golf 1

Indíana Auður Ólafsdóttir, GHD, sigurvegari á Volare 2012 átti lengsta teighöggið í mótinu 2013. Mynd: Golf 1

Í lokin voru svo dregnir út 5 happdrættis vinningar.

Að síðustu eru hér heildarúrslit í punktakeppnishlutanum, en þau voru eftirfarandi: 

1 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 9 F 19 22 41 41 41
2 Arnheiður Ásgrímsdóttir GA 25 F 19 16 35 35 35
3 Guðný Óskarsdóttir GA 15 F 16 18 34 34 34
4 Þórunn Anna Haraldsdóttir GA 18 F 18 16 34 34 34
5 Aðalheiður Helga Guðmundsdóttir GA 22 F 21 13 34 34 34
6 Stefanía Elsa Jónsdóttir GA 10 F 18 14 32 32 32
7 Svandís Gunnarsdóttir GA 26 F 14 15 29 29 29
8 Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir GA 25 F 15 14 29 29 29
9 Halla Sif Svavarsdóttir GA 16 F 15 14 29 29 29
10 Dagbjört Rós Hermundsdóttir GSS 14 F 16 13 29 29 29
11 Anna Freyja Edvardsdóttir GA 20 F 13 15 28 28 28
12 María Daníelsdóttir GA 28 F 18 10 28 28 28
13 Linda Hrönn Benediktsdóttir GA 28 F 10 17 27 27 27
14 Ragnheiður Matthíasdóttir GSS 16 F 13 14 27 27 27
15 Bryndís Björnsdóttir GHD 28 F 17 10 27 27 27
16 Ólöf Garðarsdóttir GA 28 F 8 18 26 26 26
17 Eygló Birgisdóttir GA 28 F 9 16 25 25 25
18 Guðrún Katrín Konráðsdóttir GHD 28 F 13 12 25 25 25
19 Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 12 F 14 11 25 25 25
20 Sólveig Erlendsdóttir GA 23 F 15 10 25 25 25
21 Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS 25 F 16 9 25 25 25
22 Indíana Auður Ólafsdóttir GHD 23 F 12 12 24 24 24
23 Sigríður Guðmundsdóttir 28 F 7 16 23 23 23
24 Björg Traustadóttir 15 F 9 14 23 23 23
25 Þyri Þorvaldsdóttir GA 26 F 12 11 23 23 23
26 Edda B Aspar GA 28 F 12 10 22 22 22
27 Sólveig Sigurjónsdóttir GA 28 F 9 12 21 21 21
28 Margrét Sigtryggsdóttir GA 28 F 9 12 21 21 21
29 Hulda Guðveig Magnúsardóttir GKS 20 F 9 12 21 21 21
30 Jónasína Arnbjörnsdóttir GA 28 F 10 11 21 21 21
31 Patricia Ann Jónsson GA 26 F 11 10 21 21 21
32 Guðrún Margrét Kristjánsdóttir GA 28 F 9 11 20 20 20
33 Sveindís I Almarsdóttir GA 28 F 11 9 20 20 20
34 Guðrún Ófeigsdóttir GA 23 F 9 10 19 19 19
35 María Pétursdóttir GA 28 F 8 10 18 18 18
36 Jóna Sigurbjörg Arnórsdóttir GA 28 F 9 9 18 18 18
37 Marsibil Sigurðardóttir GHD 28 F 12 6 18 18 18
38 Guðrún Sigríður Steinsdóttir GA 28 F 8 9 17 17 17
39 Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir GHD 27 F 5 11 16 16 16
40 Lovísa Erlendsdóttir GA 28 F 8 7 15 15 15
41 Soffía Jakobsdóttir GA 28 F 6 7 13 13 13
42 Kristín Sybil Walker GA 28 F 7 5 12 12 12
43 Ásdís Þorvaldsdóttir GA 28 F 4 7 11 11 11
44 Lilja Sigurðardóttir GA 28 F 4 2 6 6 6