Guðrún Brá Björgvinsdóttir, hlaut háttvísibikar GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 19:30

EM: Guðrún Brá best á 2. degi!

Íslenska kvennalandsliðið golfi hafnaði í 17.sæti eftir síðari hringinn í höggleiknum á EM kvenna.

Íslenska liðið leikur því í C riðli ásamt Sviss og Slóvakíu en keppni í riðlum hefst á morgun.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir Golfklúbbnum Keili lék best íslensku keppendana en hún lék hringina tvo á 152 höggum sem tryggði henni sæti 50 í einstaklingskeppninni.

Oona Vartiainenn frá Finnlandi og  Madelene Sagström  frá Svíþjóð urðu efstar og jafnar í einstaklingskeppninni á 136 högum eða 8 undir pari.

 50.sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK            76-76 =  152 högg

54.sæti Ragnhildur Kristinsdóttir        GR          76/77 = 153 högg

85.sæti Sunna Víðisdóttir                        GR          78/79 = 157 högg

90.sæti Signý Arnórsdóttir                      GK          76/83 = 159 högg

98.sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir  GR          77/83 = 160 högg

104.sæti Anna Sólveig Snorradóttir      GK          83/81 = 164 högg

Niðurröðun og leikfyrirkomulag í riðlum.

Í riðil A fara þær átta þjóðir sem hafa lægsta skorið, í B riðil fara þjóðir í sætum 9-16 og í C riðil fara þjóðir í sætum 17-19. Í riðlum er leikinn holukeppni í formi fjórmennings og tvímennings. Leikfyrirkomulagið í A riðli er þannig að fyrir hádegi er keppt í fjórmenningi en eftir hádegi í tvímenning, 1 vs 8, 2 vs 7, 3 vs 6 og 4 vs 5.  Sigurvegarar í fyrstu leikjunum í A riðli fara beint í undanúrslit og sigurvegararar í undanúrslitaleikjunum leika til úrslita um Evróputitilinn. Liðin sem tapa í A riðli leika um sæti 5-8, en þá keppa þau innbyrðis líkt og liðin í riðlum B og C.

A-riðill;  Danmörk, Spánn, Holland, Svíþjóð, Finnland, England, Frakland og Austurríki.

B-riðill; Írland, Skotland, Belgía, Wales, Ítalía, Þýskaland, Noregur og  Slóvenía

C-riðill; Ísland, Sviss og Slóvakía.

Hér má sjá stöðuna í mótinu