Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 14:45

GÓS: Guðrún Ásgerður og Brynjar klúbbmeistarar Golfklúbbsins Óss á Blönduósi

Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi fór fram dagana 5.-8. júlí.  Þátttakendur voru 8, 2 konur og 6 karlkylfingar og spilaðir voru 3 hringir.  Þetta er 20% fækkun en keppendur í Meistaramóti 2012 voru 10.

Klúbbmeistarar 2013 eru Brynjar Bjarkason og Guðrún Ásgerður Jónsdóttir í kvennaflokki.  Brynjar lék hringina 3 á 29 yfir pari (76 79 84) og Guðrún Ásgerður lék á 73 yfir pari (94 94 95).

Guðrún Ásgerður varði klúbbmeistaratitil sinn frá því í fyrra 2012, en það ár var hún jafnframt á besta skori keppenda.

Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, klúbbmeistari GÓS 2012 og 2013. Mynd: Í einkaeigu

Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, klúbbmeistari GÓS 2012 og 2013. Mynd: Í einkaeigu

Hér að neðan má sjá heildarúrslit úr Meistaramóti Golfklúsins Ós 2013:

1 Brynjar Bjarkason GÓS 3 F 42 42 84 14 76 79 84 239 29
2 Jón Jóhannsson GÓS 11 F 42 47 89 19 84 77 89 250 40
3 Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 13 F 46 49 95 25 94 94 95 283 73
4 Páll Sigurðsson GÓS 28 F 54 60 114 44 107 112 114 333 123
5 Grímur Rúnar Lárusson GÓS 18 F 63 54 117 47 112 115 117 344 134
6 Fanney Zophoníasdóttir GÓS 28 F 58 56 114 44 118 113 114 345 135
7 Marteinn Óli Reimarsson GÓS 30 F 62 60 122 52 116 114 122 352 142
8 Böðvar Valgeirsson GÓS 31 F 65 59 124 54 114 117 124 355 145