Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2013 | 14:00

GH: Þorvaldur Jónsson á besta skorinu á Opna Skóbúðar Open mótinu á Húsavík

Opna Skóbúðar Open mótið fór fram á Katlavelli á Húsavík, sunnudaginn 7. júlí s.l.  Þátttakendur voru 56, þar af 6 konur.

Skóbúð Húsavíkur heldur eitt glæsilegasta golfmótið á Húsavík ár hvert!

Skóbúð Húsavíkur heldur eitt glæsilegasta golfmótið á Húsavík ár hvert!

Á besta skorinu var Þorvaldur Jónsson, GÓ, frá Ólafsfirði en hann var á 73 höggum og sló þar með við félögum sínum og golfkennurum, þeim Ólafi Auðunni Gylfasyni, GÓ , sem var á 75 höggum og Heiðari Davíð Bragasyni, GÓ, á 76 höggum en þeir voru í 2. og 3. sæti.

Síðan voru veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf.

Þar urðu heildarúrslit eftirfarandi: 

1 Helga Björg Pálmadóttir GH 27 F 18 20 38 38 38
2 Bergþór Atli Örvarsson GH 12 F 20 17 37 37 37
3 Þorvaldur Jónsson 2 F 16 19 35 35 35
4 Magnús Guðjón Hreiðarsson GH 8 F 17 18 35 35 35
5 Einar Halldór Einarsson GH 16 F 14 20 34 34 34
6 Skarphéðinn Ívarsson GH 8 F 13 20 33 33 33
7 Oddfríður Dögg Reynisdóttir GH 18 F 14 19 33 33 33

Eins voru veitt nándarverðlaun og dregið úr skorkortum í mótslok.