Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 11:00

LPGA: Manulife Financial LPGA Classic hefst í dag í Kanada

Mót vikunnar á LPGA mótaröðinni er Manulife Financial LPGA Classic.

Spilað er á Grey Silo golfvellinum í Waterloo, Ontario, Kanada.

Flestir af fremstu kvenkylfingum heims taka þátt í mótinu, m.a. nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park frá Suður-Kóreu.

Sú sem á titil að verja er hin bandaríska Brittany Lang, og mun hún hefja titilvörnina í dag.

Mótið hefst eftir u.þ.b. 10 mínútur. því 4 tíma tímamismunur er á Kanada og Íslandi (þ.e. við erum 4 tímum á undan) og fyrsti ráshópurinn fer út kl. 7:10 að staðartíma (þ.e. 11:10 að okkar tíma).

 Í fyrsta ráshóp er kylfingur sem m.a. hefir spilað hér á Ísland (á Icelandic Junior Masters mótinu á Hellu 2009 – setti m.a. vallarmet af bláum teigum 67 högg) en þar er átt við hina austurrísku Marinu Stütz.

Til þess að fylgjast með skori keppenda á skortöflu SMELLIÐ HÉR: