Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 04:00

PGA: Villegas og Johnson leiða eftir 1. dag á John Deere Classic

Það eru þeir Zach Johnson og Camilo Villegas sem leiða á John Deere Classic mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Mótið hófst í gær á TPC Deere Run í Illinois, í Bandaríkjunum.

Johnson og Villegas spiluðu báðir á 7 undir pari, 65 höggum.

Þriðja sætinu deila 3 kylfingar og eru þeir allir aðeins 1 höggi á eftir en það eru: Brendon de Jonge, Matt Bettencourt og Daníel Summerhayes.

Hópur 7 kylfinga deilir síðan 6. sæti á 5 undir pari, þ.á.m. Boo Weekley og annar hópur 13 kylfinga deilir 13. sæti á 4 undir pari, þ.á.m. Steve Stricker (sem átti högg 1.dags), KJ Choi, Davis Love III og Nick Watney.

Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 1. dag á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: