Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 05:00

LPGA: Matthew og Stanford leiða eftir 1. dag í Kanada

Það eru hin skoska Catriona Matthew og Angela Stanford frá Bandaríkjunum, sem leiða eftir 1. dag Manulife Financial LPGA Classic á Grey Silo golfvellinum í Ontario, Kanada.

Báðar léku á 8 undir pari, 63 höggum og hafa 2 högga forystu á 5 kylfinga sem deila 3. sætinu og léku allar á 6 undir pari, en þeirra á meðal er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Inbee Park.

Annar hópur 5 kylfinga lék á 5 undir pari og deilir 8. sæti en þ.á.m. er hin bandaríska Ryann O´Toole.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Manulife Financial LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: