Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 03:45

GHD: Vatnavextir á Arnarholtsvelli

Eftir snjóþungan vetur og erfitt vor eru náttúruöflin enn að gera kylfingum í GHD erfitt fyrir.

Mjög heitt var á Norðurlandi í gær sem varð til þess að ár uxu mikið í leysingum. Svarfaðardals á sem rennur meðfram Arnarholtsvelli flæddi yfir bakka sína og tók að renna inn á golfvöllinn um það bil sem síðustu holl voru að leggja af stað.

Þegar komið var að því að spila seinni hringinn var komið mikið vatna á 1., 2. og 9. braut svo erfitt var fyrir kylfinga að komast um völlinn.

Brugðu sumir á það ráð að fara úr skóm og sokkum og vaða pollana á meðan aðrir kölluðu út Jón vallarstjóra á vallarbílnum og létu hann ferja sig yfir þar sem ekki var hægt að komast þurrum fótum að fyrstu flöt og öðrum teig.

Leik í dag föstudag hefur verið frestað þar sem enn er vatn á vellinum og er stefnt að því að spila þrjá síðustu hringina frá föstudegi til sunnudags en veðurspá er heldur hagstæðari fyrir þá daga, kaldara í veðri og minni úrkoma. Hér að neðan eru fleiri myndir frá ævintýrum gærdagsins.

Vatnavextirnir í Svarfaðardalsá urðu til að flæddi inn á Arnarholtsvöll. Mynd: GHD

Vatnavextirnir í Svarfaðardalsá urðu til að flæddi inn á Arnarholtsvöll. Mynd: GHD

 

Svarfaðardalsá flæddi inn á Arnarholtsvöll. Mynd: GHD

Svarfaðardalsá flæddi inn á Arnarholtsvöll. Mynd: GHD

 

Arnarholtsvöllur á Dalvík 11. júlí 2013. Mynd: GHD

Arnarholtsvöllur á Dalvík 11. júlí 2013. Mynd: GHD