GHD: Vatnavextir á Arnarholtsvelli
Eftir snjóþungan vetur og erfitt vor eru náttúruöflin enn að gera kylfingum í GHD erfitt fyrir.
Mjög heitt var á Norðurlandi í gær sem varð til þess að ár uxu mikið í leysingum. Svarfaðardals á sem rennur meðfram Arnarholtsvelli flæddi yfir bakka sína og tók að renna inn á golfvöllinn um það bil sem síðustu holl voru að leggja af stað.
Þegar komið var að því að spila seinni hringinn var komið mikið vatna á 1., 2. og 9. braut svo erfitt var fyrir kylfinga að komast um völlinn.
Brugðu sumir á það ráð að fara úr skóm og sokkum og vaða pollana á meðan aðrir kölluðu út Jón vallarstjóra á vallarbílnum og létu hann ferja sig yfir þar sem ekki var hægt að komast þurrum fótum að fyrstu flöt og öðrum teig.
Leik í dag föstudag hefur verið frestað þar sem enn er vatn á vellinum og er stefnt að því að spila þrjá síðustu hringina frá föstudegi til sunnudags en veðurspá er heldur hagstæðari fyrir þá daga, kaldara í veðri og minni úrkoma. Hér að neðan eru fleiri myndir frá ævintýrum gærdagsins.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



