Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri GB. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 20:00

Viðtalið: Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri GB

Viðtalið í kvöld er við framkvæmdastjóra Golfklúbbs Borgarness.

Fullt nafn:  Jóhannes  Ármannsson.

Klúbbur:  GB.

Hvar og hvenær fæddistu?  Á Akranesi, 3. nóvember 1969.

Hvar ertu alinn upp?   Á Akranesi.

Jóhannes Ármannsson. Mynd: Golf 1

Jóhannes Ármannsson. Mynd: Golf 1

Í hvaða starfi ertu?   Ég er framkvæmdastjóri GB.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Ég er kvæntur og á 1 son. Af fjölskyldunni er það auk mín, bróðir minn sem spilar aðeins golf.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég byrjaði 10 ára, a.m.k. eru þá mín fyrstu kynni af golfi.

Varstu ekki í fótbolta uppi á Skaga?  Jú, það var ekki hægt að komast hjá því.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?   Ég elst upp rétt hjá golfvelli – nokkur hundruð metra í burtu. Það vakti áhuga minn.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Mér líkar vel við bæði – Þetta er bara ólíkt golf.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?   Holukeppni. Mér finnst hún æðisleg.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?   Hvaleyrin.

Sólarlag á Hvaleyrinni, en Hvaleyrin er uppáhaldsgolfvöllur Jóhannesar. Mynd: Golf 1

Sólarlag á Hvaleyrinni, en Hvaleyrin er uppáhaldsgolfvöllur Jóhannesar hér á landi. Mynd: Golf 1

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum nema á Íslandi?  Það eru tveir vellir – Valderrama og Sotogrande.

Frá Valderrama öðrum uppáhaldsgolfvöllum Jóhannesar.

Frá Valderrama öðrum uppáhaldsgolfvalla Jóhannesar, erlendis.

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?     Sérstakasti golfvöllur sem ég hef spilað var í Tromsö,  Noregi. Ég var þá á sjó á makríl – og við vorum að landa. Ég hafði golfsettið mitt með. Ég tek settið með í land, tek mér leigubíl og hann keyrir með mig töluvert utan við bæinn og segir að þar sé  nyrsti golfvöllur í heimi. Síðan komum við að stað og þar er fyrir utan nokkur hús enginn golfvöllur. Þetta er skrítnasti golfvöllur sem ég hef komið á. Hann var bara ekki þarna.  Strákarnir hlógu mikið að mér  þegar þeir sáu mig með golfsettið á bakinu labba um Tromsö.  Annars er golfvöllur, sem mér finnst ekki golfvöllur Las Ramblas, maður getur allt eins farið inn í skóg, hann er svo þröngur – þessi völlur er mistök frá a-ö.

Horft frá teig á par-4 2. brautinni á Las Ramblas, velli sem að mati Jóhannesar er mistök frá a-ö

Horft frá teig á par-4 2. brautinni á Las Ramblas, velli sem að mati Jóhannesar er mistök frá a-ö

Hvað ertu með í forgjöf?   2,5.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?    68 á Hvaleyrinni á Íslandsmóti í höggleik.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?    Jóhannes er svo hógvar hann sagði að það væru engin sérstök afrek hjá sér.  Hins vegar er t.a.m. staðreynd að hann hefir orðið klúbbmeistari á Akranesi og nokkrum sinni í Borgarnesi.

Hefir þú farið holu í höggi?  Já, nokkrum sinnum. Eitt eftirminnilegasta skiptið er þegar ég fékk ás á 3. brautinni á Akranesi. Það var í móti og ég var sá fyrsti til fara holu í höggi eftir breytingarnar á vellinum. Ég meira að segja tilkynnti það áður en ég sló. Sagði: „Þá er komið að því,“ sló og boltinn lenti beint ofan í holu.  Ég fékk þessa líka forláta Lacoste peysu frá verzluninni Bjargi á Akranesi í verðlaun fyrir afrekið!

Hvaða nesti ertu með í pokanum?     Poweraid alveg sama hvernig á litinn, banana, kók, flatköku og prins póló.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?     Fótbolta og badminton.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók?   Uppáhaldsmaturinn minn er  lambakjötið frá Hvítárvöllum; Uppáhaldsdrykkur: ég er „sucker for Coca Cola“; Uppáhaldstónlistin: ég hlusta á næstum allt: Uppáhaldskvikmyndir: Godfather myndirnar og svo er ég hrifinn af ævintýramyndum, sem eru fjarri raunveruleikanum; Uppáhaldsbókin: Saga barónsins á Hvítárvöllum.

Introvert eða extróvert? Hver er Susan Cain - Jóhannes nýtur þess að ræða við klúbbfélaga, gesti og gangandi og það er alltaf stutt í hláturinn. Mynd: Golf 1

Intróvert eða extróvert? Hver er Susan Cain?  Jóhannes nýtur þess að ræða við klúbbfélaga, gesti og gangandi og það er alltaf stutt í hláturinn hjá honum. Mynd: Golf 1

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kvk:  Ólafía Þórunn býður af sér góðan þokka – framkoma hennar til fyrirmyndar – hún er flott í alla staði. Kk: Seve Ballesteros og Birgir Leifur Hafsteinsson.

Hvert er draumahollið?   Ég og...   Seve, Jack Nicholas og Tiger.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?     Það er allt PING í mínum poka, nema ég er með  Cleveland Ben Crenshaw pútter.  Uppáhaldskylfan er sú kylfa sem ég slæ með í hvert sinn.

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Já, Ívari Haukssyni.

Ertu hjátrúarfullur?    Nei, myndi ekki segja það – en ber mikla virðingu golfinu og tel mikilvægt að vera snyrtilegur til fara.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?   Að hafa gaman af þessu: golfinu og lífinu. Ef þú hefir gaman af því sem þú gerir þá kemur alltaf eitthvað gott út úr því.

Hvað finnst þér best við golfið?    Fyrir utan að þetta er góð útivera og maður kynnist mikið af fólki þá kennir golfið manni raunverulega að halda fókus og einbeitingu í langan tíma og fylgja keppnisáætlun. Golf snýst um að gera sem fæst mistök, en kennir þér um leið að læra að gera mistök, þannig að skaðinn sé sem minnstur og að þú verður að sætta þig við þau.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?  80%.

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?     Að hafa gaman af golfi og taka sjálfan sig ekki of hátíðlega. Þetta er leikur!