Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 18:00

Evróputúrinn: Parry leiðir á Opna skoska – Mickelson í 3. sæti eftir 1. dag

Englendingurinn John Parry er efstur eftir 1. dag á Aberdeen Asset Management Scottish Open, sem hófst í dag á Castle Stewart linksaranum.

Hann átti glæsihring upp á 8 undir pari, 64 högg. Parry skilaði jafnframt „hreinu skorkorti“ en á því voru 8 fuglar og 10 pör, þ.e. hann missti hvergi högg!

Sjá má kynningu Golf 1 á John Parry, sem m.a. vann Q-school Evrópumótaraðarinnar fyrir keppnistímabilið í ár  með því að SMELLA HÉR:

Í 2. sæti á Opna skoska er gamla brýnið Simon Khan, aðeins 1 höggi á eftir Parry á 7 undir pari, 65 höggum og 3. sætinu á 6 undir pari, 66 höggum deila 7 kylfingar  Phil Mickelson, heimamaðurinn Chris Doak, Shane Lowry, Mikko Ilonen, James Morrison og Thaílendingarnir Kiradech Aphibarnrat og Thongchai Jaidee.

Í 10. sæti er síðan enn hópur 11 kylfinga, sem allir spiluðu á 4 undir pari, 5 undir pari, 67 höggum m.a. Daninn Thorbjörn Olesen.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Aberdeen Asset Management Scottish Open með því að SMELLA HÉR: