Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 17:00

Graeme McDowell biðst afsökunar

Graeme McDowell hefir beðist afsökunar á miður skemmtilegum ummælum sínum í þá átt að sér finndist Castle Stuart golfvöllurinn í Inverness, Skotlandi ekki nógu góður til þess að Opna skoska fari fram á honum.

Ernie Els og Pádraig Harrington voru meðal þeirra sem voru ósammála McDowell og sögðu Castle Stuart frábæra upphitun fyrir Opna breska á Muirfield.

McDowell sá að sér og hafði samband við Martin Gilbert, framkvæmstastjóra Aberdeen Asset Management og baðst persónulega afsökunar.

Gilbert hafði eftirfarandi um samtalið að segja: „Graeme hafði samband við mig til að biðjast afsökunar og hann er ekki sá fyrsti til að segja eitthvað sem hann sér eftir, þannig að þetta er ekkert vandamál fyrir okkur.  Í raun er Graeme hinn fullkomni herramaður. Hann hafði hugsað sér að gefa út fréttatilkynningu með opinberri afsökunarbeiðni en við urðum sammála um að það myndi bara halda þessu máli gangandi.  Þannig að von mín er að hann muni spila á Royal Aberdeen á næsta ári eftir að hafa sagt hversu frábær golfvöllur það sé.“

„Það var frábært af honum að hafa samband og ég dáist að honum fyrir það. Hann sagði að við gætum spjallað á Opna breska og ég dáist enn og aftur að því hvernig hann leysti úr aðstæðum. Ef alls réttlætis er gætt þá hefir Graeme nokkuð til síns máls hvað snerti gamla og nýja strandvelli.“

„Það var líka áhugavert að lesa hvað Pádraig Harrington sagði um Graeme, þ.e. að hann elskaði Loch Lomond, þar sem ég tel að allir yrðu ánægðir að Opna skoska færi fram.“

„En ég er ákveðið þeirrar skoðunar að Opna skoska eigi að fara fram á strandvelli […] ef við höldum þetta mót ekki á linksara værum við klikkuð.“