Icelandic participants in the European Ladies Amateur Team Championship at Fulford Golf Club, England. Sunna is 2nd from left. Photo: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 14:30

EM: Ísland lauk keppni efst í C-riðli

Íslenska kvennalandsliðið í golfi sigraði Slóvakíu 3,5/1,5 í leik um efsta sætið í C-riðli á Evrópumóti kvennalandsliða sem er að ljúka í Englandi. Íslenska liðið hafnaði í 17.sæti í mótinu.

Anna Sólveig Snorradóttir GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR léku saman í fjórmenningnum og lögðu þær andstæðinga sína 4/2.

Þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR sigruðu í sínum leikjum 3/1. Sunna Víðisdóttir GR gerði jafntefli en Signý Arnórsdóttir, GK, tapaði sínum leik.

Spánn og Austurríki eru þessa stundina keppa um Evróputitilinn, hér má fylgjast með stöðu mála.

Heimasíða mótsins

Staðan í A-riðli

Staðan í B-riðli 

Staðan í C-riðli