Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 23:15

PGA: Daniel Summerhays leiðir fyrir lokahring John Deere Classic

Það er Daníel Summerhayes, sem leiðir fyri lokahring John Deere Classic mótsins, sem fram fer á TPC Deere Run í Illinois.

Það var frábær 3. hringur Summerhayes, sem kom honum upp í 1. sætið en á 3. hring spilaði hann á 62 höggum.  Á hringnum fékk Summerhayes 10 fugla og 1 skolla!

Samtals er Summerhayes búinn að spila á 19 undir pari, 194 höggum (65 67 62) og á 2 högg á þann sem er í 2. sæti, Kanadamanninn David Hearn.  Sjá má kynningu Golf 1 á Daníel Summerhayes með því að SMELLA HÉR: 

Í 3. sæti er sá sem á titil að verja Zach Johnson á samtals 16 undir pari, 197 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: