GKS: Hulda Magnúsardóttir með ás!
Hulda Magnúsardóttir, GKS fór holu í höggi á 1. á fyrsta hring í meistaramóti GKS. Draumahögginu náði hún á 9. holu í seinni hring. Hér að neðan má sjá skorkort Huldu: Golf 1 óskar Huldu innilega til hamingju með draumahöggið!!!
GST: Jón Svavar sigraði í Minningarmóti Gíslínu
Minningarmót Gíslínu Erlendsdóttir fór fram í gær, 13. júlí 2013 hjá Golfklúbbi Staðarsveitar, á Garðavelli undir Jökli. Sigurvegari varð heimamaðurinn Jón Svavar Þórðarson, GST, en hann var á 42 glæsipunktum. Heimamaðurinn Arnór Tumi Finnsson hafði betur eftir bráðabana við Vigni Bjarnason, GB um 2. sætið. Margir spiluðu sem ekki voru í klúbbi og er skor þeirra ekki hér en enginn vann til verðlauna af þeim. Úrslit í Minningarmóti Gíslínu voru eftirfarandi: 1 Jón Svavar Þórðarson GST 24 F 21 21 42 42 2 Vignir Bjarnason GST 29 F 19 19 38 38 3 Arnór Tumi Finnsson GB 5 F 20 18 38 38 38 4 Kristján Þórðarson GST 17 Lesa meira
NK: Ingvar og Ragnhildur 5 ára pútta saman
Ingvar litli Aðalsteinsson er 5 ára en hann er þó búinn að vera í golfi frá því hann var 3 ára, þegar hann fékk fyrsta golfsettið sitt. Hann hefir verið að fikta í golfinu með pabba sínum, sem reyndar er í GR, en Ingvar er að fara að byrja í Nesklúbbnum. Þar var hann einmitt í gær að æfa sig í púttunum. Og… hann var ekki seinn að finna sætustu skvísuna á púttflötinni, Ragnhildi, leikskólasystur sína. E.t.v. eru þetta klúbbmeistarar framtíðarinnar – a.m.k. eru þeir flottir krakkarnir Nesklúbbnum!!!
GO: Andrea og Rögnvaldur klúbbmeistarar 2013
Það eru Andrea Ásgrímsdóttir og Rögnvaldur Magnússon, sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Odds 2013. Keppendur í meistaraflokki GO í ár voru 11 talsins, 9 í karlaflokki og 2 í kvennaflokki. Rögvaldur lék á 23 yfir pari, 307 höggum (75 82 76 74) og átti 8 högg á þann sem varð í 2. sæti: Hlyn Þór Stefánsson. Andrea lék á samtals 66 yfir pari, 350 höggum (86 86 90 88) og átti nokkuð mörg högg á þá sem varð í 2. sæti, Hrafnhildi Guðjónsdóttur. Sjá má heildarúrslit í meistaraflokki kvenna á Meistaramóti GO 2013 hér að neðan: 1 Andrea Ásgrímsdóttir GO 6 F 42 46 88 17 86 86 90 88 Lesa meira
GV: Örlygur Helgi og Katrín Harðar klúbbmeistarar 2013
Meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja lauk í gær, laugardaginn 13. júlí. Á síðasta degi var ræst út á 1. og 10. teig samtímis vegna þess að rástímum var frestað um moguninn vegna rigningar. Vakti þessi tilhögun þó nokkra lukku og voru menn að spá í að hafa þetta svona á næstu Meistaramótum ? Að loknum leik var boðið uppá kjúklingarétt og úrslit kunngjörð. Meistaraflokkur 1. Örlygur Helgi Grímsson GV 300 högg 2. Júlíus Hallgrímsson GV 309 högg 3. Hallgrímur Júlíusson GV 309 högg 1. flokkur karla 1. Arnsteinn Ingi Jóhannsson GV 322 högg 2. Helgi Sigurðsson GV 334 högg 3. Sigurjón Pálsson GV 341 högg 2. flokkur karla 1. Daníel Lesa meira
GN: Bergur Rúnar á besta skorinu í Kríumóti GN og Brammer
Í gær fór fram í bongóblíðu á Grænanesvelli á Neskaupsstað, Kríumót GN og Brammer. Leikformið var almennt, höggleikur og punktakeppni með forgjöf og veitt verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktunum. Þátttakendur voru 55, þar af 6 konur. Á besta skori í mótinu var Bergur Rúnar Björnsson, GÓ, en hann spilaði Grænanesvöll á glæsilegum 2 yfir pari, 72 höggum! Í 3 efstu sætunum í punktakeppninni voru: heimamaðurinn Jón Sveinmar Hákonarson, GN og Jónas Eggert Ólafsson, GBE, (1.-2. sæti) báðir á 38 punktum og í 3. sæti varð Steinar Snær Sævarsson, GBE einnig á 38 punktum (en með 18 punkta á seinni 9). Sjá má heildarúrslitin í punktakeppninni Lesa meira
GK: Klúbbmeistararnir búa í sömu götu!
Þau Birgir Björn Magnússon og Þórdís Geirsdóttir, nýkrýndir klúbbmeistarar Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði búa við sömu götu þar , þ.e. Suðurholtinu. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þau komi bæði af Holtinu í Hafnarfirði, en þaðan hafa löngum góðir ef ekki bestu kylfingar Keilis átt heima. Nokkuð sérstakt er hins vegar að þau búi í sömu götu! Eins er sérstakt við sigurvegarana að þau eru með yngstu klúbbmeisturum í sögu Keilis; Birgir Björn er nýorðinn 16 ára og Þórdís var 14 ára þegar hún vann fyrsta klúbbmeistaratitil sinn.
Tiger kominn til Skotlands – tók æfingahring í Muirfield í morgun!
Tiger Woods var ekkert að slappa af í dag eftir að fljúga frá Bandaríkjunum til Skotlands í morgun, þar sem Opna breska (3. risamót ársins) hefst í næstu viku. Hann tók æfingahring á Muirfield þar sem Opna breska fer fram í ár dagana 18. – 22. júlí 2013. Sjá má auglýsingu með Tiger fyrir Opna breska með því að SMELLA HÉR: Tiger sem sigraði síðasta rismótstitil sinn 2006 sagði m.a. eftir æfingahringinn, sem hann spilaði með Jason Day og Dustin Johnson aðspurður að því hvernig meiddi olnboginn væri: „Ég tók mér nokkurra vikna frí, og hann (olnboginn) er ástæðan fyrir því að ég spilaði ekki og hóf ekki æfingar fyrr Lesa meira
GKG: Ragna Björk og Alfreð Brynjar klúbbmeistarar 2013
Alfreð Brynjar Kristinsson vann dramatískan sigur á Meistaramóti GKG. Hann og Aron Snær Júlíusson voru efstir og jafnir eftir fjóra hringi á samtals 293 höggum. Aron Snær sýndi mikið harðfylgi eftir slæma byrjun á annarri holu og endaði á að spilaði völlinn á tveim undir saxaði þannig á þriggja högga forystu Alfreðs Brynjars sem spilaði á einum yfir. Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit og er skemmst frá því að segja að Alfreð Brynjar vann eftir fyrstu holu í bráðabana með fugli á meðan Aron Snær spilaði á hana á parinu. (Hægt er að lesa lýsingu á bráðabananum með því að SMELLA HÉR:) Ragna Björk var nokkuð örugg með sinn Lesa meira
GKB: Brynhildur og Halldór X klúbbmeistarar 2013
Halldór X. Halldórsson og Brynhildur Sigursteinsdóttir urðu klúbbmeistarar GKB í meistaraflokki karla og kvenna. Þau höfðu bæði töluverða yfirburði í sínum flokkum. Pálmi Örn Pálmason sigraði í 1. flokki karla og Magnús Eiríksson í 2. flokki karla. 78 keppendur tóku þátt í meistaramótinu að þessu sinni. Sjá heildarúrslit hér fyrir neðan. Úrslit voru sem hér segir: Karlar =0-7.5 1 Halldór Heiðar Halldórsson GKB 5 F 39 35 74 3 74 80 80 74 308 2 Hjalti Atlason GKB 5 F 37 37 74 3 82 80 80 74 316 3 Sturla Ómarsson GKB 6 F 42 38 80 9 79 78 80 80 317 4 Björn Þór Hilmarsson GKB 5 F 39 37 76 5 87 78 77 76 318 5 Haraldur Þórðarson GKB 7 F 38 42 80 9 80 80 80 80 320 6 Snorri Hjaltason GKB 8 F 38 39 77 6 89 78 87 77 331 7 Einar Snær Ásbjörnsson GR 7 F 42 41 83 12 79 80 89 83 331 8 Árni Geir Ómarsson GKB 8 F 42 43 85 14 79 83 84 85 331 9 Sveinn Snorri Sverrisson GKB 8 F 38 40 78 7 85 82 87 78 332 10 Guðjón Baldur Gunnarsson GKB 7 F 43 42 85 14 85 83 79 85 332 11 Guðmundur Ingvi Einarsson GKB 4 F 41 42 83 12 87 86 85 83 341 Karlar = 7,6-14.4 1 Pálmi Örn Pálmason GR 11 F 40 42 82 11 86 74 78 82 320 2 Daði Valgeir Jakobsson GKG 10 F 41 41 82 11 88 81 78 82 329 3 Jóhann Friðbjörnsson GKB 9 F 41 43 84 13 83 95 81 84 343 4 Gunnar Þorláksson GKB 10 F 43 43 86 15 93 84 87 86 350 5 Gunnar Örn Kristjánsson GO 12 F 45 47 92 21 96 83 88 92 359 6 Magnús Þór Haraldsson GKB 11 F 44 41 85 14 91 95 91 85 362 7 Pálmi Þór Pálmason GKB 14 F 47 43 90 19 100 90 91 90 371 8 Þröstur Lesa meira








