Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 23:00

GK: Þórdís og Birgir Björn klúbbmeistarar 2013

Það voru þau Þórdís Geirsdóttir og Birgir Björn Magnússon, sem urðu klúbbmeistarar Golfklúbbsins Keilis 2013 í kvöld.  Þetta er fyrsti klúbbmeistaratitill Birgis Björns en Þórdís hefir unnið þann titil áður, eða alls 16 sinnum.  Þórdís er þar með sú kona í Keili, sem oftast hefir orðið klúbbmeistari!!! Æðislega flott hjá Þórdísi, en hún vann fyrsta klúbbmeistaratitil sinn árið 1980 og hefir síðan unnið hann á árunum, 1981, 1984, 1985, 1986, 1988, 1989, 1990, 1991, 1992, 1994, 1996, 2004, 2005, 2009 og nú 2013. Stórglæsilegt!!!

Birgir Björn varð klúbbmeistari GK 2013 á samtals 7 yfir pari 291 höggi (72 70 71 78) og átti hann 7 högg á þann sem næstur kom Benedikt Sveinsson, sem var á samtals 14 yfir pari 298 höggum (75 75 70 78).  Birgir Björn var búinn að vera í forystu alla daga mótsins!

Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari Keilis 2013. Mynd: GK

Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari Keilis 2013. Mynd: GK

 Í 3. sæti í karlaflokki urðu síðan Gísli Sveinbergsson og Helgi Runólfsson á samtals 17 yfir pari, hvor, 301 höggi.  Það var glæsilegur hringur Helga upp á 64 högg lokadaginn sem tryggði honum sæti í bráðabana um 3. sætið.

Bráðabaninn fór í 7 holur og að lokum hafði Helgi betur og varð hann því í 3. sæti.

Þórdís, klúbbmeistari kvenna í Keili lék á samtals 32 yfir pari, 316 höggum (81 74 82 79) og átti 24 högg á þá sem næst kom Jódísi Bóasdóttur, en alls voru keppendur í meistaraflokki kvenna í Keili 4 talsins að þessu sinni.

Þórdís Geirsdóttir, klúbbmeistari kvenna í Keili 2013. Mynd: GK

Þórdís Geirsdóttir, klúbbmeistari kvenna í Keili 2013. Mynd: GK

Hér að neðan má sjá heildarúrslit í meistaraflokki karla á Meistaramóti Keilis 2013:

1 Birgir Björn Magnússon GK 2 F 39 39 78 7 72 70 71 78 291 7
2 Benedikt Sveinsson GK 3 F 36 42 78 7 75 75 70 78 298 14
3 Helgi Runólfsson GK 2 F 34 33 67 -4 80 76 78 67 301 17
4 Gísli Sveinbergsson GK 0 F 37 37 74 3 76 75 76 74 301 17
5 Sigurður Gunnar Björgvinsson GK 3 F 35 37 72 1 76 81 77 72 306 22
6 Benedikt Árni Harðarson GK 4 F 38 35 73 2 74 76 83 73 306 22
7 Ísak Jasonarson GK 3 F 41 37 78 7 78 77 74 78 307 23
8 Ólafur Þór Ágústsson GK 4 F 36 39 75 4 82 77 76 75 310 26
9 Ásgeir Jón Guðbjartsson GS 4 F 39 43 82 11 76 77 78 82 313 29
10 Sigurbergur Sveinsson GK 3 F 38 43 81 10 83 75 77 81 316 32
11 Sveinn Sigurbergsson GK 2 F 39 41 80 9 80 81 81 80 322 38
12 Steinn Freyr Þorleifsson GK 4 F 41 38 79 8 81 84 79 79 323 39
13 Henning Darri Þórðarson GK 1 F 39 43 82 11 78 71 71 79 77 79 82 537 40
14 Frans Páll Sigurðsson GK 3 F 39 41 80 9 86 73 86 80 325 41
15 Björn Halldórsson GK 3 F 41 41 82 11 78 85 85 82 330 46
16 Sigurþór JónssonRegla 6-3: Rástímar og riðlar GK 0

Hér að neðan má sjá heildarúrslit í meistaraflokki kvenna á Meistaramóti Keilis 2013:

1 Þórdís Geirsdóttir GK 5 F 40 39 79 8 81 74 82 79 316 32
2 Jódís Bóasdóttir GK 7 F 43 41 84 13 83 80 93 84 340 56
3 Saga Ísafold Arnarsdóttir GK 9 F 46 41 87 16 83 85 90 87 345 61
4 Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK 7 F 48 45 93 22 88 85 85 93 351 67