Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 18:41

Evrópumótaröðin: Stenson í 1. sæti – Mickelson í 2. sæti fyrir lokahringinn

Það er sænski kylfingurinn Henrik Stenson sem leiðir á Opna skoska fyrir lokahring mótsins sem spilaður verður á morgun.

Stenson er samtals búinn að leika á 16 undir pari, 200 höggum (70 64 66) og á 2 högg á þá sem næstir koma.

Þeir sem næstir koma og deila 2. sætinu eru Phil Mickelson, John Parry, Brendan Grace og JB Hansen, sem er að standa sig ótrúlega vel.

Þrír kylfingar deila síðan 6. sæti á samtals 13 undir pari hver en þ.á.m. er bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein.

Til þess að sjá stöðuna á Aberdeen Asset Mangement Scotish Open eins og Opna skoska heitir upp á ensku SMELLIÐ HÉR: