
EM: Ísland lauk leik í 2. sæti – Spilar á EM í Finnlandi á næsta ári!!!
Íslenska karlalandsliðið í golfi tryggði sér sæti á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer í Finnlandi á næsta ári. Íslenska liðið spilaðið á 366 höggum í dag en fyrir daginn var ljóst að annað sæti yrði að nást ef EM draumurinn ætti að verða að veruleika. Þetta tókst og gott betur en það því helstu keppinautar okkar um þetta 2.sæti voru Tékkar sem áttu ekkert svar við stórleik okkar manna. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR átti hreint frábæran dag á golfvellinum en hann lék á 66 höggum sem reyndist besta skor mótsins, Guðmundur fékk sex fugla og tólf pör á hringnum góða.
Það voru Belgar sem léku besta allra í undankeppninni þeir luku leik á 25 höggum yfir pari. Belgar áttu því 17 högg á okkur Íslendinga og tryggðu þar með sæti sitt á EM að ári. Íslenska liðið endaði á 42 höggum yfir pari sem eins og áður sagði dugði og við erum meðal keppnisþjóða á EM í Finnlandi, frábært!. Tékkar þurfa hinsvegar að bíta í það súra epli að ná ekki inn í mótið þrátt fyrir að hafna í þriðja sætinu sem átti að duga, súrara verður það ekki.
Samkvæmt keppnisskilmálum þá áttu þrjár þjóðir að geta tryggt sér þátttökurétt á EM í Finnlandi að ári en þar sem gestgjafar Finnar náðu ekki að tryggja sæti breyttist staðan enda gera reglugerðir ráð fyrir því að heimamenn fái sjálfkrafa keppnisrétt. Finnar fá því eitt af þeim sætum sem voru í boði voru í undankeppninni. Þetta kom ekki í ljós fyrr í gærkveldi þegar ljóst var hver staða Finna Evrópumótinu 2013 sem lýkur í dag í Danmörku.
Skor okkar kylfinga og staða þeirra í einstaklingskeppninni:
3.sæti Andri Þór Björnsson GR 75/68/76 +3
4.sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 80/76/66 +6
15.sæti Haraldur Franklín Magnús GR 73/75/79 +11
18.sæti Axel Bóasson GK 79/75/74 +12
25.sæti Rúnar Arnórsson GK 79/80/73 +16
28.sæti Ragnar Már Garðarsson GKG 76/80/77 +17
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024