Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 07:00

GA: Stefanía Kristín og Örvar klúbbmeistarar 2013

Það voru þau Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Örvar Samúelsson sem sigruðu á Meistaramóti GA, eða m.ö.o. Akureyrarmóti GA, Átaks líkamsrækt & Aqua Spa.  Þau endurtóku leikinn frá því í fyrra og vörðu Akureyrarmeistaratitla sína og eru klúbbmeistarar annað árið í röð. Reyndar er þetta 4. titill Örvars s.l. 5 ár, sem er stórglæsilegt!

Örvar Samúelsson, Akureyrarmeistari 2013, lék á samtals 15 yfir pari, 299 höggum (71 77 71 80).  Í 2. sæti varð 14 ára strákur, Kristján Benedikt Sveinsson, GHD, á samtals 24 yfir pari, 308 höggum (75 76 78 79) og í 3. sæti varð Ævarr Freyr Birgisson á 31 yfir pari, 315 höggum (88 79 76 72) og óhætt að segja að fyrsti hringurinn hafi ráðið úrslitum um að hann var ekki að blanda sér í baráttuna um klúbbmeistarann í ár.

Í kvennaflokki varð Stefanía Kristín Valgeirsdóttir Akureyrarmeistari 2013.  Hún lék hringina 4 á samtals 42 yfir pari, 326 höggum  (83 83 83 77).  Í 2. sæti varð síðan Petrea Jónasdóttir en þriðji keppandinn, Stefanía Elsa Jónsdóttir lauk ekki keppni.

Hér að neðan má sjá heildarúrslit í meistaraflokki karla á Akureyrarmóti GA, Átaks líkamsrækt & Aqua Spa: 

1 Örvar Samúelsson GA 0 F 42 38 80 9 71 77 71 80 299 15
2 Kristján Benedikt Sveinsson GHD 0 F 41 38 79 8 75 76 78 79 308 24
3 Ævarr Freyr Birgisson GA 0 F 36 36 72 1 88 79 76 72 315 31
4 Jason James Wright GA 0 F 38 43 81 10 77 79 79 81 316 32
5 Birgir Haraldsson GA 0 F 39 36 75 4 82 85 80 75 322 38
6 Friðrik Gunnarsson GA 0 F 47 38 85 14 79 82 77 85 323 39
7 Jón Steindór Árnason GA 0 F 39 39 78 7 83 84 80 78 325 41
8 Samúel Gunnarsson GA 0 F 43 44 87 16 82 76 80 87 325 41
9 Víðir Steinar Tómasson GA 0 F 39 37 76 5 86 83 83 76 328 44
10 Eyþór Hrafnar Ketilsson GA 0 F 39 38 77 6 81 87 84 77 329 45
11 Tumi Hrafn Kúld GA 0 F 45 43 88 17 86 79 79 88 332 48
12 Björn Auðunn Ólafsson GA 0 F 43 41 84 13 87 83 81 84 335 51
13 Kristján Hilmir GylfasonForföll GA 0 F 41 40 81 10 77 82 81 240 27

Hér að neðan má sjá heildarúrslit í meistaraflokki kvenna á Akureyrarmóti GA, Átaks líkamsrækt & Aqua Spa: 

1 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 0 F 41 36 77 6 83 83 83 77 326 42
2 Petrea Jónasdóttir GA 0 F 49 42 91 20 89 100 94 91 374 90
3 Stefanía Elsa JónsdóttirRegla 6-6b: Undirritun og afhending skorkorts GA 0 F 48 44 92 21 84 92 176 34