GSK: Ingibergur klúbbmeistari 2013
Meistaramót Golfklúbbs Skagastrandar fór fram 6. júlí 2013, s.l. Þátttakendur voru aðeins 6 að þessu sinni og þar af luku aðeins 4 keppni og þ.á.m. engin kona. Leiknir voru 2 hringir. Klúbbmeistari GSK 2013 er Ingibergur Guðmundsson, en hann lék á samtals 25 yfir pari, 169 höggum (79 90). Heildarúrslit í meistaramóti GSK 2013 voru eftirfarandi: 1 Ingibergur Guðmundsson GSK 11 F 49 41 90 18 79 90 169 25 2 Adolf Hjörvar Berndsen GSK 13 F 47 44 91 19 89 91 180 36 3 Hafþór Smári Gylfason GSK 21 F 50 47 97 25 109 97 206 62 4 Lárus Ægir Guðmundsson GSK 26 F 66 55 121 Lesa meira
GOS: Hlynur Geir og Auður Eir klúbbmeistarar 2013
Meistaramót GOS lauk á laugardaginn 13.júlí og er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við keppendur. En veðrið var gott fimmtudag og föstudag. Metþátttaka var í mótinu er 77 keppendur voru skráðir til leiks með börnum og unglingum. Hlynur Geir sigraði meistaraflokk og varð um leið klúbbmeistari karla, Alexandra Eir sigraði 1.flokk kvenna og varð klúbbmeistari kvenna. Mikil fjölgun var í kvennaflokkum í meistaramótinu og ekki hafa verið svona margar konur í mótinu í mörg ár, eða 11 samtals. Er það mikið fagnaðarefni!!! Hægt er að sjá fullt af myndum af lokahófi GOS inn á facebook síðu Golfklúbb Selfoss SMELLIÐ HÉR: Úrslit voru eftirfarandi: Stelpur 13-14 ára Staða Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Adam Scott ——- 16. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er einn vinsælasti kylfingur a.m.k. meðal kvenþjóðarinnar – maður sem hvað eftir annað hefir verið valinn kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma… og sem er þar að auki líka góður kylfingur: Masters risamótsmeistari ársins 2013… ástralski kylfingurinn Adam Derek Scott. Adam fæddist Adelaide í Ástralíu, 16. júlí 1980 og er því 33 ára í dag. Hann býr í Crans-Montana í Sviss. Adam gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og hefir á ferli sínum sigrað 21 sinnum, þ.á.m. 9 sinnum á evrópsku mótaröðinni og 9 sinnum á PGA. Honum tókst loks í ár að rjúfa álögin sem hvílt hafa á áströlskum kylfingum á Masters risamótinu og VANN!!! Adam er eflaust líka einn Lesa meira
Muirfield – mótsstaður Opna breska 2013 holu fyrir holu – Myndskeið
Nú á fimmtudaginn hefst 3. risamót ársins Opna breska á Muirfield golfvellinum. Mótið stendur dagana 18.-22. júlí 2013. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá kynningu á Muirfield holu fyrir holu. Þessi kynning á eftir að reynast þeim vel, sem hyggjast fylgjast með Opna breska í beinni og hafa ekki spilað Muirfield. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:
GK: Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari Keilis 2013
Birgir Björn Magnússon, varð klúbbmeistari Keilis s.l. sunnudag og er með þeim yngstu sem orðið hafa klúbbmeistarar Keils. Birgir Björn er fæddur 12. maí 1997 og átti því 16 ára afmæli í vor. Birgir Björn varð ekki klúbbmeistari drengja 15-16 ára í klúbbnum heldur með meistaraflokki karla, sem er einstaklega glæsilegur árangur, enda lagði hann marga sér eldri og reyndari menn á sunnudeginum! Þrátt fyrir ungan aldur er Birgir Björn margfaldur Íslandsmeistari. Mörgum er minnisstætt þegar Birgir Björn varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14 ára og yngri stráka 2011. Hann innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með stæl 8. ágúst 2011, en hann setti nýtt vallarmet af rauðum í Grafarholtinu, en við það tækifæri Lesa meira
GÓ: Rósa og Heiðar Davíð klúbbmeistarar 2013
Meistaramót Golfklúbbs Ólafsfjarðar fór fram dagana 8.-12. júlí 2013. Þátttakendur að þessu sinni voru 24 þar af 4 konur. Klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar 2013 er Heiðar Davíð Bragason. Hann lék hringina 3 á Skeggjabrekkuvelli á 1 undir pari var með glæsiskor alla 3 dagana 63 70 64. Í 2. sæti varð Þorvaldur Jónsson, á samtals 13 yfir pari og í 3. sæti varð Sigurbjörn Þorgeirsson, á samtals 14 yfir pari. Rósa Jónsdóttir, varð klúbbmeistari kvenna í GÓ 2013. Konurnar spiluðu aðeins tvo hringi og var Rósa á samtals 169 höggum (85 84). Hér að neðan má sjá úrslitin í öllum flokkum á Meistaramóti GÓ 2013: Meistaraflokkur karla: 1 Heiðar Davíð Bragason Lesa meira
Tiger verður að halda sig við reglur … eins og aðrir
Tiger kom til Skotlands í fyrradag s.s. Golf1 greindi frá, enda hefst Opna breska á Muirfield nú á fimmtudaginn. Vélin var varla lent þá var Tiger kominn út á völl að æfa sig. Eins er Tiger þekktur fyrir að vilja æfa sig snemma, enda þá laus við forvitna, sem fylgjast vilja með honum. Hann var því mættur fyrir allar aldir í gær í The Honourable Company of Edinburgh Golfers og vildi hefja æfingahring sinn kl. 6:40 um morguninn. Völlurinn opnar hins vegar ekki fyrr en kl. 7:00 og Tiger var sagt af öryggisvörðum að hann yrði að bíða í 20 mínútur og gæti ekki farið á völlinn eins og hann Lesa meira
GK: Þórdís með yfirburðarsigur á Meistaramóti Keilis
Þórdís Geirsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á Meistaramóti Keilis með yfirburðum – átti 24 högg á þá sem næst henni kom. Þetta var í 16. sinn sem Þórdís verður klúbbmeistari og þar með hefir hún jafnað við Ragnhildi Sigurðardóttur, GR, en nú hafa báðar sigrað 16 sinnum í meistaramótum klúbba sinna. Þær báðar eru farnar að nálgast klúbbmeistaramet kvenna, sem Jakobína Guðlaugsdóttir, GV á enn, um sigur í 21 meistaramóti. Spurning hvor verður fyrr til að jafna við Jabobínu, Þórdís eða Ragnhildur? Reyndar er Þórdís yfirburðarkylfingur að öðru leyti, því fyrir utan að hafa orðið Íslandsmeistari í höggleik (1987) og holukeppni (1989) hefir hún sigrað oftast kvenna í Íslandsmóti 35+ Lesa meira
NK: Helga Kristín og Ólafur Björn klúbbmeistarar 2013
Það eru Helga Kristín Einarsdóttir og Ólafur Björn Loftsson sem eru klúbbmeistarar Nesklúbbsins 2013. Ólafur Björn lék samtals á glæsilegum 14 undir pari, 274 höggum (68 70 68 68). Í 2. sæti varð Nökkvi Gunnarsson á samtals 1 undir pari, 287 höggum (73 71 71 72). Í 3. sæti varð loks Oddur Óli Jónasson á 6 yfir pari, 294 höggum (87 64 72 71), en hann átti jafnframt lægsta hringinn í meistaramóti Nesklúbbsins að þessu sinni 64 glæsihögg á 2. degi mótsins. Klúbbmeistari NK-kvenna varð Helga Kristín Einarsdóttir eftir 3 h0lu umspil við klúbbmeistara NK 2013, Karlottu Einarsdóttur. Þær léku báðar á samtals 36 yfir pari, 324 höggum, því varð Lesa meira
GB: Bjarki klúbbmeistari 5. árið í röð!!!
Meistaramót Golfklúbbs Borgarness fór í ár fram dagana 9.-12. júlí 2013. Það eru Bjarki Pétursson og Júlíana Jónsdóttir sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness 2013. Þátttakendur í ár voru 42 (þar af 11 konur) sem er fækkun um 13 keppendur frá því í fyrra, en ætla má að veðrið hafi ráðið einhverju þar um. Þetta er 5. árið í röð sem Bjarki verður klúbbmeistari og er þetta einstaklega glæsilegur árangur hjá honum!!! Bjarki spilaði samtals á 11 yfir pari, 295 höggum (69 77 75 74 og átti m.a. glæsihring 69 högg fyrsta mótsdag á Hamarsvelli. Í 2. sæti á 42 yfir pari varð Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri GB. Júlíana spilaði á samtals 384 höggum (97 93 Lesa meira









