Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Óli Kristján Benediktsson – 15. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Óli Kristján Benediktsson.  Óli Kristján er fæddur 15. júlí 1991 og því 22 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH) og er núverandi klúbbmeistari klúbbsins, þ.e. klúbbmeistari 2012, en meistaramót GHH fer ekki fram fyrr en 20. júlí n.k. og spennandi að sjá hvort Óla Kristjáni takist að verja titil sinn. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Óli Kristján Benediktsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Stephen Dodd, 15. júlí 1966 (47 ára);  Marcel Siem, 15. júlí 1980 (33 ára);  Carmen Alonso,  15. júlí 1984 (29 ára)  ….. og …… Andy Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 09:30

GG: Davíð Arthur Friðriksson klúbbmeistari 2013

Davíð Arthur Friðriksson varð í gær klúbbmeistari karla eftir þriggja holu bráðabana gegn Helga Dan Steinssyni. Fyrir lokadaginn hafði Helgi Dan tveggja högga forystu á Davíð en síðasta hringinn lék Davíð á 72 höggum en Helgi Dan á 74 höggum. Drengirnir léku því 10.11. og 12. holu í bráðabana.  Jafnt var eftir tvær holur en á þeirri 12. setti Davíð 6 metra pútt í og tryggði sér sigurinn. Glæsilega gert!  Davíð Arthur varð m.a. klúbbmeistari 2011 og 2009 þannig að oddatöluárin virðast happa hjá honum! Í fyrsta flokki sigraði Lárus Guðmundsson með nokkrum yfirburðum.  Í öðrum flokki sigraði Halldór Einir Smárason.  Í þriðja flokki sigraði Óli Björn Björgvinsson.  Í fjórða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 09:00

Wilcox með 59 á Web.com

Fjórða 59-an í sögu Web.com Tour dugði ekki til þess að sigur ynnist á Utah Championship í gær. Will Wilcox náði að brjóta 60 með hring á par-71 Willow Creek Country Club í Sandy, Utah, þar sem hann fékk 1 örn og 10 fugla. Það dugði samt ekki til sigurs eins og segir en Wilcox var 1 höggi á eftir Steven Alker frá Nýja Sjálandi og Ashley Hall frá Ástralíu, sem fóru í bráðabana, þar sem Alker sigraði, þökk sé pari á 1. holu. Wilcox varð að sætta sig við að deila 2. sætinu. Wilcox sagði m.a. eftirfarandi eftir 59 högga hring sinn: „Með aðstæðunum eins og þær voru og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 08:45

LPGA: Hee Young Park sigraði á Manulife Financial LPGA Classic

Það var Hee Young Park frá Suður-Kóreu, sem sigraði á Manulife Financial LPGA Classic. Hee Young lék á samtals 26 undir pari, 258 höggum (65 67 61 65) líkt og Angela Stanford (63 67 64 64) og því varð að koma til bráðabana milli þeirri, líkt og í flestum stórmótum s.l. helgi. Það þurfti að spila par-5 18. holuna á Grey Silo golfvellinum 3 sinnum þar til úrslit lágu ljós fyrir en Hee Young vann með fugli, meðan Angela varð að sætta sig við par og tap í mótinu. Í 3. sæti varð hinn frábæri, skoski kylfingur Catriona Matthew sem búin var að vera í forystu mestallt mótið. Catriona lauk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 08:00

GKS: Björn Steinar og Hulda klúbbmeistarar 2013

Meistaramóti Golfklúbbs Siglufjarðar lauk í gær, sunnudag 14. júlí 2013. Þátttakendur voru 12 og spilaðir voru 3 hringir. Klúbbmeistarar urðu Björn Steinar Stefánsson á samtals 255 höggum (83 90 82) og í kvennaflokki sigraði Hulda Magnúsardóttir, á 282 höggum (94 98 90). Leikið var í 3 flokkum: 1. og 2. flokki karla og  1. flokki kvenna. Hér má sjá myndir frá 3 efstu í hverjum flokki: 1. flokkur karla 2. flokkur karla 1. flokkur kvenna Sjá má heildarúrslitin hér fyrir neðan: 1 Björn Steinar Stefánsson GKG 6 F 39 43 82 12 83 90 82 255 45 2 Grétar Bragi Hallgrímsson GKS 10 F 40 47 87 17 84 91 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 07:00

GR: Ólafur Már og Berglind klúbbmeistarar 2013

Það eru Berglind Björnsdóttir og Ólafur Már Sigurðsson, sem eru klúbbmeistarar GR 2013. Alls tóku 9 þátt í meistaraflokki hjá konunum og varð Berglind klúbbmeistari kvenna á 29 yfir pari, 317 höggum (81 80 81 75).  Í 2. sæti varð Íris Katla Guðmundsdóttir á 36 yfir pari, 324 höggum (85 77 83 79).   Í 3. sæti í kvennaflokki varð síðan Ragnhildur Sigurðardóttir á 40 yfir pari, 328 höggum (76 85 86 81). Í meistaraflokki karla í GR tóku þátt 31 kylfingur. Klúbbmeistari GR 2013 Ólafur Már lék hringina 4 á 10 yfir pari, 298 höggum (75 72 76 75).  Í 2. sæti varð Þórður Rafn Gissurarson 3 höggum á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 01:00

PGA: Spieth sigraði á John Deere Classic!

Jordan Spieth, 19 ára, skrifaði sig í golfsögubækurnar fyrr í kvöld þegar hann sigraði í 3 manna bráðabana, sem fór á 5. holu. Spieth er fyrsti táningurinn í 82 ára sögu PGA til að sigra í móti á mótaröðinni, en það gerðist síðast árið 1931.   Hann kom sér í bráðabana eftir ævintýralegt fuglavipp á 18. flöt sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Þeir Jordan Spieth, Zach Johnson og David Hearn voru allir á samtals 19 undir pari, 265 höggum; Spieth (70 65 65 65); Johnson (64 66 67 68) og Hearn (66 66 64 69). Það varð því að koma til bráðabana til þess að skera úr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 21:00

Golfgrín á sunnudegi

Á sólríkum sunnudegi ákveður prestur nokkur að sleppa messunni og fara þess í stað í golf. Meðan öll sóknarbörnin bíða róleg og þolinmóð í kirkjunni eftir presti sínum, læðupokast sá síðastnefndi út um bakdyrnar á kirkjunni. Án þess að hafa slegið einn einasta bolta á æfingasvæðinu, skellir hann sér beint út á völl. Og viti menn eftir aðeins 3 holur er hann kominn 4 undir par. Í lokinn hefir hann náð 12 fuglum, 3 örnum og 3 ásum – sem sagt alger draumahringur, þannig að næstum jaðraði við skor Kim Il Sung í Norður-Kóreu!!! Allt í allt var hann 24 undir pari, sem gerði svo mikið sem 88 punkta!!! Presturinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 20:30

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björnsson – 14. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björnsson.  Birgir er fæddur Bastilludaginn, 14. júlí 1978 og er því 35 ára í dag!!!  Hann er menntaður kylfusmiður og starfar í Hraunkoti í Golfklúbbnum Keili, en Birgir er auk þess feykigóður kylfingur.  Hann heldur úti frábærri golfsíðu, Golfkylfur.is sem komast má á með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:   Birgir Bjornsson (35 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Erica Blasberg, f. 14. júlí 1984-d. 9. maí 2010…. og …… Guðrún Dröfn Emilsdóttir (46 ára) Anna Margrét Bjarnadóttir (72  ára) Brynjar Björnsson (52 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 20:15

Evróputúrinn: Mickelson vann Opna skoska eftir bráðabana

Phil Mickelson sigraði nú í kvöld á Opna skoska á Castle Stuart linksaranum, í Inverness, Skotlandi. Hann lék samtals á 17 undir pari, 271 höggi (66 70 66 69) líkt og Branden Grace ( frá Suður-Afríku og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Mickelson vann bráðabanann með fugli þegar á fyrstu holu bráðabanans. Þetta er fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni. Jafnir í 2. sæti urðu Henrik Stenson, sem leiddi fyrir lokahringinn og JB Hansen, sem komið hefir nokkuð á óvart í mótinu.  Báðir voru þeir Stenson og Hansen á 15 undir pari, 273 höggum. Martin Laird átti síðan lægsta skor dagsins 68 högg, en hann deildi 5. sæti með Lesa meira