Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2013 | 07:00

Tiger verður að halda sig við reglur … eins og aðrir

Tiger kom til Skotlands í fyrradag s.s. Golf1 greindi frá, enda hefst Opna breska á Muirfield nú á fimmtudaginn. Vélin var varla lent þá var Tiger kominn út á völl að æfa sig.

Eins er Tiger þekktur fyrir að vilja æfa sig snemma, enda þá laus við forvitna, sem fylgjast vilja með honum.  Hann var því mættur fyrir allar aldir í gær í The Honourable Company of Edinburgh Golfers og vildi hefja æfingahring sinn kl. 6:40 um morguninn. Völlurinn opnar hins vegar ekki fyrr en kl. 7:00 og Tiger var sagt af öryggisvörðum að hann yrði að bíða í 20 mínútur og gæti ekki farið á völlinn eins og hann ætlaði sér.  Honum var bent á skilti sem upplýstu að völlurinn opnaði ekki fyrr en kl. 7:00.   Stífni við nr. 1 á heimslistanum! …. þó sumir kunni að segja að hann verði bara að halda sig við reglur eins og aðrir.

Í skoskum fjölmiðlum er allt að því grínast með að Tiger hafi því þurft að hverfa á braut á æfingasvæðið  ásamt kærestu sinni, Lindsey Vonn, með skottið milli lappanna og reglur hafi hindrað þau í áformum sínum þennan morguninn og tafið um 20 mínútur.  Tiger mætti síðan á teig og spilaði af 1. teig ásamt Rory McIlroy.

„Æfingahringirnir áttu ekki að hefjast fyrr en kl. 7:00 og því var komið til leikmannanna,“ sagði talsmaður Royal&Ancient.  „Þetta er til þess að áhorfendur nái að sjá eins mikið af æfingum leikmanna og til þess að hjálpa golfvallarstarsmönnum að hafa nægan tíma til þess að undirbúa völlinn þannig að hann verði í hæsta klassa á hverjum morgni.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform Tiger hafa raskast vegna stífni golfvallarstjórnvalda í Muirfield. T.a.m. var Tiger meinaður aðgangur að æfingasvæðinu árið 2002, sem var í síðasta skiptið sem Opna breska fór fram í East Lothian, þar sem öryggisvörður þekkti hann ekki.

Í kjölfarið átti Tiger einn versta hring ævinnar þ.e. á 3. hring Opna breska á Muirfield 2002, þegar hann var með skor upp á 81.  Það er vonandi að reglufesta golfvallaryfirvalda í gær hafi engin áhrif á hann, þegar hann hefur leik á Opna breska á fimmtudag ásamt Louis Oosthuizen og Graeme McDowell kl. 2:45 að staðartíma.

US Open sigurvegarinn Justin Rose verður í ráshóp með Ernie Els og Brandt Snedeker og mun reyna að feta í fótspor landa síns Nick Faldo og sigra tvö risamót í röð.

Í ráshóp Opna skoska sigurvegarans Phil Mickelson eru hins vegar Rory McIlroy og rísandi japönsk golfstjarna Hideki Matsuyama, sem varð í 10. sæti á Opna bandaríska í síðasta mánuði.

Masters sigurvegarinn í ár Adam Scott verður loks í ráðshóp með Matt Kuchar og Luke Donald.

Fjögur áhugaverð holl á Opna breska, sem gaman verður að fylgjast með!!!

Hér má sjá nokkrar myndir af Tiger, Lindsey og Sean Foley (sveifluþjálfara Tiger) á æfingahringnum:

1-Tiger

1-Tiger-!

1-Tiger-og Lindsey