Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 23:00

GH: Jóhanna og Unnar Þór klúbbmeistarar 2013

Meistaramót Golfklúbbs Húsavíkur fór fram dagana 10.-13. júlí s.l. Þátttakendur voru 25 þar af 5 kvenkylfingar. Veður var kylfingum Húsavíkur hagstætt og gekk mótið vel fyrir sig. Fyrsti flokkur karla lék 4 hringi, 1. flokkur kvenna og 2. flokkur karla spiluðu 3 hringi í höggleik og 2. flokkur kvenna og 3. flokkur karla léku 2 daga skv. punktaleikfyrirkomulagi. Klúbbmeistarar GH 2013 eru Unnar Þór Axelsson sem lék hringina 4 á 26 yfir pari, 306 höggum (76 82 69 79). Í 2. sæti varð Sigurður Hreinsson 3 höggum á eftir Unnari Þór og í 3. sæti varð Axel Reynisson á samtals 39 yfir pari. Klúbbmeistari kvenna í GH er Jóhanna Guðjónsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 22:30

Afmæliskylfingur dagsins: Zane Scotland ——- 17. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Zane Scotland. Scotland fæddist í Manchester á Englandi 17. júlí 1982 og á því 31 árs afmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2003 eða fyrir nákvæmlega áratug og hefir á ferlinum sigrað 1 sinni þ.e. á ABC Solution UK Championship á PGA Europro Tour. Sem áhugamaður sigraði hann Peter McEvoy Trophy árið 2000. Zane er frændi Patrica Scotland, barónessu af Skotlandi Ashtal. Það er vel við hæfi að Scotland sé afmæliskylfingur dagsins því á morgun hefst risamót allra risamóta einmitt í Skotlandi og Zane dæmigerður fyrir nafnagift þar fyrir u.þ.b. 30 árum en þá var mikið í tísku að skýra börn sín nöfnum sem byrjuðu á Z, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 13:30

„Dufnerast“ á Opna breska

Lindsey Vonn og Nadine Moze eru ágætis vinkonur. Stórkylfingurinn Jason Dufner og Nadine ákváðu að kynna Lindsey fyrir „Dufnering“ og fékk Lindsey að „dufnerast“ svolítið með „órigínalinu“ sjálfu Jason Dufner og vinkonu sinni Nadine og það á Opna breska! „Dufnering“ er æði sem hófst s.l. mars þegar Jason Dufner heimsótti J. Erik Jonsson Community skólann í Dallas fyrir mót og ljósmyndarar fundu Dufner þar sem honum hundleiddist greinilega inn í skólastofu og hann sat með uppgjafarsvip á gólfinu með krökkunum og hallaði sér upp að vegg skólastofunnar. Þessi pósa vakti kátínu meðal félaga hans á PGA og kepptu allir við að láta taka af sér myndir í sömu stellingu og Jason Dufner Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 13:15

Tiger tilbúinn í slaginn! Myndskeið

Tiger Woods er tilbúinn í slaginn á Opna breska, risamótsveisluna, sem hefst á morgun. Á blaðamannafundi sagði hann m.a. að olnboginn á sér væri orðinn fínn og honum ekkert að vanbúnaði að hefja keppni. Sjá má myndskeið frá blaðamannafundinum með Tiger með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 13:00

Upphitun fyrir Opna breska – Myndskeið

Nú er þetta alveg að bresta á: 3. risamótið á árinu að fara að hefjast og það 142. röðinni í sögu Opna breska. Opna breska er það elsta af risamótunum 4 og það risamót með flestu hefðirnar.  Það fer nú í ár fram á Muirfield linksaranum í Skotlandi en á þeim velli fór Opna breska fram 1872 og hefir verið haldið þar nokkru sinnum síðan. Sá sem á titil að verja er Ernie Els frá Suður-Afríku, þar sem hann vann eftirminnilegan sigur á Royal Lytham & St. Annes í fyrra, en Ernie er jafnframt sá sem síðast vann á Muirfield þegar mótið var haldið þar síðast, árið 2002. Hér má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 09:00

GHD: Ólöf María og Heiðar Davíð klúbbmeistarar 2013

Í gær flutti Golf1.is fréttir af því að Heiðar Davíð Bragason hefði orðið klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar.  En það dugar golfkennaranum Heiðari Davíð svo sannarlega ekki til því hann tók líka þátt í meistaramóti Golfklúbbsins Hamars á Dalvík, þar sem hann þjálfar alla góðu krakkana í klúbbnum, sem eru að slá í gegn á Íslandsbankamótaröðinni í ár. Og Heiðar Davíð er klúbbmeistari Golfklúbbsins Hamars á Dalvík 2013 og líklega eini kylfingurinn á landinu sem er klúbbmeistari í tveimur klúbbum á sama tíma!!! Og það er ein af duglegu nemendunum hans, Íslandsmeistarinn í holukeppni í flokki 14 ára og yngri, Ólöf María Einarsdóttir, sem varð klúbbmeistari kvenna, en Ólöf María er aðeins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 08:00

GSE: Herdís og Helgi Birkir klúbbmeistarar 2013

Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs í Hafnarfirði fór fram dagana 10.-14. júlí 2013.  Þátttakendur í ár voru 118 þar af 20 konur. Klúbbmeistari GSE 2013 er Helgi Birkir Þórisson.  Hann lék hringina 4 á 6 yfir pari, 294 höggum (75 73 73 73).  Í 2. sæti varð klúbbmeistari GSE 2012 Hrafn Guðlaungsson og munaði aðeins 1 höggi á honum og Helga Birki. Klúbbmeistari kvenna í GSE er Herdís Hermannsdóttir en hún lék á 100 yfir pari, 388 höggum. Sjá má öll úrslit og myndir frá verðlaunaafhendingu meistaramóts GSE 2013 með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2013 | 00:30

Fannar Ingi á 3 yfir pari á Callaway Junior World Golf Championship eftir 1. dag

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG,  tekur þátt í Callaway Junior World Golf Championship, sem fram fer í Morgan Run Resort and Club, í Kalíforníu, dagana 15.-19. júlí 2013. Um 1250 þátttakendur eru í mótinu og fá elstu keppendurnir að spila á Torrey Pines golfvellinum. Spilað er á 11 völlum. Fannar Ingi byrjaði ágætlega í gærmorgun en hann lék á 3 yfir pari, 74 höggum og deilir 28. sæti eftir 1. dag. Þetta var ágætt skor hjá honum, en fuglarnir létu á sér standa þó færin væru mörg. Fannar Ingi á rástíma á morgun kl. 12:10 að staðartíma (þ.e. kl.  19:10 hér heima á Íslandi) Raðað upp eftir skori á 3. hring, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2013 | 20:00

GL: Friðmey og Stefán Orri klúbbmeistarar 2013

Það voru þau Stefán Orri Ólafsson og Friðmey Jónsdóttir sem urðu klúbbmeistarar á meistaramóti Golfklúbbsins Leynis á Akranesi sem fram fór dagana 8. – 13. júlí í síðustu viku. Keppendur voru 155 og keppt var í 12 flokkum. Stefán Orri, klúbbmeistari GL 2013 lék hringina fjóra á samtals 22 yfir pari, 310 höggum (82 75 75 78).  Hann átti 3 högg á Kristvin Bjarnason, sem varð í 2. sæti. Í 3. sæti varð síðan Hannes Marinó Ellertsson á samtals 33 yfir pari, 358 höggum. Friðmey fékk enga samkeppni en hún lék ein í meistaraflokki og var á samtals 70 yfir pari, 358 höggum. Næstbesta skor kvenna í meistaramótinu átti Elín Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2013 | 19:00

GHR: Hafdís Alda og Andri Már klúbbmeistarar 2013

Meistaramót Golfklúbbs Hellu á Rangárvöllum (GHR) fór fram dagana 10.-13. júlí 2013. Þátttakendur voru 38 – þar af luku nokkrir ekki keppni. Það eru þau Andri Már Óskarsson og Hafdís Alda Jóhannsdóttir, sem eru klúbbmeistarar Keilis 2013. Andri Már lék á 16 yfir pari, 296 höggum (72 76 74 74).  Í kvennaflokki varð Hafdís Alda Jóhannsdóttir klúbbmeistari en hún lék hringina 4 á 61 yfir pari, 341 höggi (87 85 87 82). Úrslit í meistaramóti GHR 2013 voru eftirfarandi:   Meistaraflokkur karla: 1 Andri Már Óskarsson GHR 0 F 38 36 74 4 72 76 74 74 296 16 2 Óskar Pálsson GHR 5 F 44 41 85 15 77 84 81 Lesa meira