Þórdís Geirdsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GK 2013 og 2016 og Íslandsmeistari 50+ 2016. Verður hún líka Íslandsmeistari 35+???
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 20:00

GK: Þórdís með yfirburðarsigur á Meistaramóti Keilis

Þórdís Geirsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á Meistaramóti Keilis með yfirburðum – átti 24 högg á þá sem næst henni kom.

Þetta var í 16. sinn sem Þórdís verður klúbbmeistari og þar með hefir hún jafnað við Ragnhildi Sigurðardóttur, GR, en nú hafa báðar sigrað 16 sinnum í meistaramótum klúbba sinna.

Þær báðar eru farnar að nálgast klúbbmeistaramet kvenna, sem Jakobína Guðlaugsdóttir, GV á enn, um sigur í 21 meistaramóti.  Spurning hvor verður fyrr til að jafna við Jabobínu, Þórdís eða Ragnhildur?

Reyndar er Þórdís yfirburðarkylfingur að öðru leyti, því fyrir utan að hafa orðið Íslandsmeistari í höggleik (1987) og holukeppni (1989) hefir hún sigrað oftast kvenna í Íslandsmóti 35+ eða alls 8. sinnum frá því mótið hóf göngu sína árið 2000.

Glæsilegur árangur þetta hjá yfirburðakylfingnum Þórdísi Geirs!