Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2013 | 17:45

NK: Helga Kristín og Ólafur Björn klúbbmeistarar 2013

Það eru Helga Kristín Einarsdóttir og Ólafur Björn Loftsson sem eru klúbbmeistarar Nesklúbbsins 2013.

Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net

Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net

Ólafur Björn lék samtals á glæsilegum 14 undir pari, 274 höggum (68 70 68 68).  Í 2. sæti varð Nökkvi Gunnarsson á samtals 1 undir pari, 287 höggum (73 71 71 72).  Í 3. sæti varð loks Oddur Óli Jónasson á 6 yfir pari, 294 höggum (87 64 72 71), en hann átti jafnframt lægsta hringinn í meistaramóti Nesklúbbsins að þessu sinni 64 glæsihögg á 2. degi mótsins.

Klúbbmeistari kvenna í NK 2013: Helga Kristín Einarsdóttir og klúbbmeistari NK 2012: Karlotta Einarsdóttir. Mynd: NK

T.v.: Klúbbmeistari kvenna í NK 2013: Helga Kristín Einarsdóttir og t.h. klúbbmeistari NK 2012: Karlotta Einarsdóttir. Mynd: NK

Klúbbmeistari NK-kvenna varð Helga Kristín Einarsdóttir eftir 3 h0lu umspil við klúbbmeistara NK 2013, Karlottu Einarsdóttur. Þær léku báðar á samtals 36 yfir pari, 324 höggum,  því varð að koma til umspils milli þeirra þar sem Helga Kristín hafði betur.

Hér að neðan má sjá heildarúrslit í meistaraflokki karla á Meistaramóti NK 2013:

1 Ólafur Björn Loftsson NK -5 F 34 34 68 -4 68 70 68 68 274 -14
2 Nökkvi Gunnarsson NK -4 F 36 36 72 0 73 71 71 72 287 -1
3 Oddur Óli Jónasson NK -1 F 37 34 71 -1 87 64 72 71 294 6
4 Steinn Baugur Gunnarsson NK 0 F 38 36 74 2 74 75 79 74 302 14
5 Rúnar Geir Gunnarsson NK -2 F 36 36 72 0 74 75 81 72 302 14
6 Guðjón Ármann Guðjónsson NK 1 F 37 39 76 4 79 80 73 76 308 20
7 Dagur Jónasson NK 1 F 39 40 79 7 77 75 78 79 309 21
8 Þórarinn Gunnar Birgisson NK 2 F 37 38 75 3 81 78 76 75 310 22
9 Garðar Rafn Halldórsson NK 3 F 37 40 77 5 82 76 78 77 313 25
10 Guðmundur Örn Árnason NK 1 F 41 36 77 5 80 76 82 77 315 27
11 Vilhjálmur Árni Ingibergsson NK 0 F 42 38 80 8 81 80 77 80 318 30
12 Gauti Grétarsson NK 3 F 42 39 81 9 76 83 82 81 322 34

Hér að neðan má sjá heildarúrslit í meistaraflokki kvenna á Meistaramóti NK 2013:

1 Helga Kristín Einarsdóttir NK 7 F 42 38 80 8 82 80 82 80 324 36
2 Karlotta Einarsdóttir NK 3 F 41 40 81 9 77 87 79 81 324 36
3 Helga Kristín Gunnlaugsdóttir NK 9 F 41 38 79 7 88 87 86 79 340 52
4 Áslaug Einarsdóttir NK 13 F 46 46 92 20 97 89 93 92 371 83
5 Ágústa Dúa Jónsdóttir NK 13 F 47 43 90 18 92 100 95 90 377 89