PGA: Reed og Huh efstir eftir 3. dag á Wyndham Championship
Það eru þeir Patrick Reed og John Huh sem eru efsti rog jafnir fyrir lokahringinn á Wyndham Championship sem verður leikinn í dag. Báðir eru búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Patrick Reed með því að SMELLA HÉR: Sjá má kynningu Golf 1 á John Huh með því að SMELLA HÉR: Fast á hæla þeirra eru 3 kylfingar Zach Johnson, Bob Estes og Jordan Spieth, allir á samtals 9 undir pari, hver. Robert Garrigus, Matt Every og Brian Harman eru síðan í 6. sæti á samtals 8 undir pari, hver. Brendan Steele er einn í 9. sæti á 6 undir Lesa meira
Solheim Cup: Staðan eftir 2. dag 10.5 – 5.5 fyrir Evrópu
Allt í fjórboltaleikjunum eftir hádegið á Solheim Cup, laugardaginn 17. ágúst 2013, á 2. keppnisdegi féll með liði Evrópu. Hér má sjá hápunktana í frábærri alslemmu Evrópu laugardagssíðdegið í gær þar sem lið Evrópu vann alla 4 leiki sína í fjórboltanum SMELLIÐ HÉR: Jafnvel evrópsku nýliðarnir Charley Hull og Jodi Ewart Shadoff unnu sinn leik gegn Paulu Creamer og Lexi Thompson 2&0. Glæsilegur árangur þetta hjá hinum ungu kylfingum í liði Evrópu! Það var líka gaman að sjá Charley spila á móti Lexi, en sagt hefir verið að Charley sé hin evrópska Lexi – báðar komnar í fremstu víglínu ungar að árum; Charley er yngst í keppninni, varð 17 ára 24. mars Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Nr. 1 Ameríkani, Þjóðverji og Arabi tóku tal saman yfir drykk. Þá segir Ameríkaninn: „Ég á 6 syni og 1 í viðbót þar með á ég körfuboltalið.“ Þá svaraði Þjóðverjinn: „Þetta er nú ekkert. Ég á 10 syni og einn til viðbótar og þar með á ég knattspyrnulið.“ Þá segir Arabinn: „Ég á 17 konur 1 í viðbót og þar með á ég golfvöll.“ Nr. 2 Herbert situr í klúbbhúsinu og hugsar um nýju ástkonuna sína. Algerlega utan við sig tautar hann fyrir vörum sér: „Þetta borgar sig ekki!“ „Oftast er það ekki eins og maður vonast til.“ „Og rándýrt er það líka.“ „Og eiginkonan trompast.“ Segir vinur hans á Lesa meira
Solheim Cup: Staðan 6.5 – 5.5 fyrir Evrópu eftir morgunleiki 2. dags
Bandarísku stúlkurnar eru búnar að saxa á forskot liðs Evrópu eftir fjórmenning laugardagsmorgunsins (þ.e. í morgun 17/8 2013). Brittany Lang og Michelle Wie unnu Suzann Pettersen og Beatriz Recari 2&1, en þetta er fyrsti ósigur Pettersen í þessari Solheim bikars keppni. Nr. 2 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis og „bleiki pardusinn“ Paula Creamer unnu leik sinn gegn Azahara Muñoz og Karine Icher mjög tæpt 1&0. Allt var jafnt í leik Brittany Lincicome og Lizette Salas g. Catrionu Matthew og Caroline Masson. Loks var eini leikur Evrópu sem vannst leikur Önnu Nordqvist og Caroline Hedwall g. Morgan Pressel og Jessicu Korda. Íslandsvinurinn Hedwall er því með fullt hús stiga í þessari keppni Lesa meira
GSÍ: Staðan í sveitakeppnum karla og kvenna eftir 2. dag
Í dag var sveitakeppni GSÍ fram haldið, en keppt er í 5 flokkum karla og 2 flokkum kvenna. Eftir 2. dag er staðan eftirfarandi: Nú er leikjum í undanúrslitleikirnir í sveitakeppni GSÍ að ljúka, við munum uppfæra þessa frétt þangað til öll úrslit hafa verið birt en þú getur sér allt um stöðu mála hér á golf.is/veljið 4.umferð til að sjá uppfærða stöðu og á Twitter. 1.deild karla, leikið á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili, upplýsingar og staða hér. Leikur 1: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vinnur –Golfklúbb Setbergs 5/0 Leikur 2: Golfklúbburinn Keilir vinnur, Golfklúbb Reykjavíkur – 3,5/1,5 Úrslitaleikir: Leikur um fyrsta sætið: Golfklúbburinn Keilir- Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, hefst kl 10:06 Leikur um þriðja sætið: Lesa meira
PGA: Howell vikið úr Wyndham mótinu
Charles Howell III var í dag vikið úr Wyndham Championship fyrir brot á reglu 4-1a. Howell var á 68 höggum á 2. hring, en notaði þar ólöglegan dræver og var samtals á 6 undir pari, í 10. sæti í mótinu. Starfsmaður bandaríska golfsambandsins, Tony Wallin, útskýrði brottvikninguna á eftirfarandi hátt: „Svo virðist sem í gær (föstudag) áður en hann (Howell) tíaði upp, hafi lítið þyngdar-ports-cover (ens. weight port cover) á botni TaylorMade drævers hans nálægt kylfuandlitinu dottið af þegar hann sló bolta. Það sem gerðist þegar þetta litla port datt af var að dræverinn varð ólöglegur vegna þess að það er holrúm sem coverið hylur, en þar er hægt að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Högna Kristbjörg Knútsdóttir – 17. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Högna Kristbjörg Knútsdóttir. Högna er fædd 17. ágúst 1994 og á því 19 ára afmæli í dag. Högna Kristbjörg er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún er í afrekshóp GSÍ, valin af landsliðsþjálfara. Í sumar hefir Högna spilað á Eimskipsmótaröðinni. Eins hefir hún tekið þátt í nokkrum mótum erlendis og hlotið dýrmæta reynslu við það. Meðal þeirra móta sem Högna hefir tekið þátt í er Opna undir 18 ára mótið á Írlandi í apríl á sl. ári; og European Girls Team Championship í Austurríki í júlí 2012. Högna var í sveit Keilis sem varð í 2. sæti á Íslandsmóti GSÍ í sveitakeppni 2012 og er nú við keppni Lesa meira
Solheim Cup: Staðan eftir 1. dag 5-3 fyrir Evrópu
Titilvörnin gengur vel hjá liði Evrópu í Solheim Cup. Eftir fjórmenning og fjórbolta 1. dags eru evrópsku stúlkurnar búnar að hala inn 5 vinninga (af þeim 14 sem þær þurfa til þess að sigra keppnina) á móti 3 vinningum bandaríska liðsins (sem þarf 14 1/2 vinning til þess að vinna Solheim bikarinn tilbaka), en s.s. kunnugt er vann lið Evrópu frækinn sigur árið 2011 í Killeen Castle á Írlandi. Það veltur mikið á deginum í dag hvort evrópskur sigur vinnst því bandarísku stúlkurnar hafa löngum verið betri í tvímenningsleikjum sunnudagsins og því væri þægilegt ef sama niðurstaða fengist í dag í fjórmennings- og fjórboltaleikjunum og í gær, þ.e. (5 vinningar Lesa meira
PGA: Reed leiðir eftir 2. dag á Sedgefield
Það er nýliðinn Patrick Reed sem hefir forystuna þegar Wyndham Championship er hálfnað á Sedgefield golfvellinum, í Greensboro, Norður- Karólínu. Sjá má kynningu Golf 1 á Patrick Reed með því að SMELLA HÉR: Reed er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 129 höggum (65 64). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er John Huh á 10 undir pari og í 3. sæti er Jordan Spieth frá Texas á samtals 9 undir pari. Sex kylfingar deila síðan 4. sætinu þ.á.m. kylfingurinn „vinsæli“ með kúrekahattinn Rory Sabbatini og forystumaður 1. dags Ross Fisher, en allir eru kylfingarnir í 4. sæti búnir að spila á samtals 7 undir pari Lesa meira
GSÍ: Staðan eftir 1. dag í sveitakeppnum kvenna
Sveitakeppni GSÍ hófst í dag og er keppt í 2 flokkum kvenna. Hér eru úrslit eftir 1. dag: 1. flokkur kvenna – Hólmsvöllur í Leiru hjá GS A-riðill 1. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur 9 innbyrðis sigrar 2. sæti Nesklúbburinn 6 3. sæti Golfklúbbur Suðurnesja 3 4. sæti Golfklúbburinn Oddur 2 B-riðill 1.-2. sæti Golfklúbburinn Keilir 10 1.-2. sæti GKG 10 3.-4. sæti GKJ 0 3.-4. sæti GSS Lesa meira








