Solheim Cup: Staðan eftir 1. dag 5-3 fyrir Evrópu
Titilvörnin gengur vel hjá liði Evrópu í Solheim Cup. Eftir fjórmenning og fjórbolta 1. dags eru evrópsku stúlkurnar búnar að hala inn 5 vinninga (af þeim 14 sem þær þurfa til þess að sigra keppnina) á móti 3 vinningum bandaríska liðsins (sem þarf 14 1/2 vinning til þess að vinna Solheim bikarinn tilbaka), en s.s. kunnugt er vann lið Evrópu frækinn sigur árið 2011 í Killeen Castle á Írlandi.
Það veltur mikið á deginum í dag hvort evrópskur sigur vinnst því bandarísku stúlkurnar hafa löngum verið betri í tvímenningsleikjum sunnudagsins og því væri þægilegt ef sama niðurstaða fengist í dag í fjórmennings- og fjórboltaleikjunum og í gær, þ.e. (5 vinningar fyrir Evrópu) – þá þyrftu evrópsku stúlkurnar aðeins 4 vinninga í tvímenningunum (þær sem líklegastar þykja í liði Evrópu til að vinna tvímenningsleiki sína eru Suzann Pettersen, Caroline Hedwall, Catriona Matthews og Carlota Ciganda) … aðrar eru óskrifað blað þó spænsku stúlkurnar Beatriz Recari og Azahara Muñoz kynnu einnig að vinna leiki í tvímenning.
Eftir hádegis fjóboltaleikir föstudagsins fóru á eftirfarandi hátt:
Suzann Pettersen og Carlota Ciganda í liði Evrópu unnu Stacy Lewis og Lexi Thompson 1&0.
Carólínurnar“ þ.e. Caroline Hedwall og Caroline Masson í liði Evrópu unnu Angelu Stanford og Gerinu Piller 2&1.
„Brittany-urnar“ þ.e. Brittany Lincicome og Brittany Lang í liði Bandaríkjanna báru sigurorð af Önnu Nordqvist og Guiliu Sergas. Sjá má viðtal við „Brittany-urnar“ með því að SMELLA HÉR:

Brittany Lang og Brittany Lincicome fagna sigri í fjórboltanum eftir hádegi á 1. degi – föstudeginum
Loks sigruðu Cristie Kerr og Michelle Wie í liði Bandaríkjanna þær Catrionu Matthew og Charley Hull 2&1. Sjá má viðtal við þær Christie og Michelle eftir sigur þeirra með því að SMELLA HÉR:
Sjá má stöðu 1. dags í Solheim Cup og ráslið fyrir hádegis leikja laugardagsins (þ.e. dagsins í dag) með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024