Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2013 | 04:00

Dustin Johnson trúlofaður Pauline Gretzky

PGA Tour kylfingurinn Dustin Johnson og Paulina Gretzky hafa tilkynnt á samskiptamiðlinum Twitter að þau séu trúlofuð. Dustin tvítaði í gær „hún sagði já!!!“ og lét fylgja með mynd sem sjá má hér að neðan af stórum demantshring á fingri Pauline. Pauline er dóttir íshokkístjörnunnar Wayne Gretzky. Fyrst var farið að tala um samband Dustin og Pauline þegar sást til hennar á Kapalua í Hawaii, þar sem hún var að fylgjast með Dustin sínum sigra Tournament of Champions. Foreldrar Pauline, Gretzky og Janet ,kona hans, komu síðan og voru með dóttur sinni að fylgjast með tilvonandi tengdasyni á Sony Open í vikunni þar á eftir. Dustin Johnson og Wayne Gretzky Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 20:30

Karlasveit Keilis Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ 2013!!!

Það var karlasveit Keilis, sem hampaði Íslandsmeistarabikarnum í Sveitarkeppni GSÍ 2013, í 1. flokki karla eftir glæsiframistöðu á Hvaleyrinni í dag. Sveit Keilis keppti til úrslita um 1. sætið við Íslandsmeistara GKG 2012 og vann yfirburðasigur. Það hófst strax með sigri Hennings Darra Þórðarsonar og Benedikts Sveinssonar í fjórmenningi en þeir höfðu betur í viðureign við Aron Snæ Júlíusson og Emil Þór Ragnarsson 2&0. Klúbbmeistari Keilis 2013, Birgir Björn Magnússon,  vann glæsisigur á Ragnari Má Garðarssyni 4&3 og Gísli Sveinbergsson vann sömuleiðis góðan sigur á Alfreð Brynjari Kristinssyni 2&1. Einn besti kylfingur landsins, Björgvin Sigurbergsson vann Guðjón Henning Hilmarsson og til að hleypa smá spennu í hlutina geymdi hann rothöggið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 20:00

GKG konur Íslandsmeistarar 2013 í Sveitakeppni GSÍ

Kvennasveit GKG er Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ 2013, í 1. flokki kvenna. Eftir 4 leiki var allt jafnt og í stáli milli GK og GKG; báðar sveitir með 2 vinninga. Úrslitaviðureignin var því milli klúbbmeistara GK  Þórdísar Geirsdóttur og Særósar Evu Óskarsdóttur, GKG. Þórdís átti 2 holur á Særósu en tapaði 17. og 18. holu og því fór keppnin á 19. holu.  Á næstu 2 holum  fengu þær báðar góð pör. Allt var jafnt á 3. umfram holunni og því héldu leikar áfram á 22. holu.  Þar lenti Særós Eva í vandræðum en Þórdís setti niður glæsilegt 2 metra par-pútt.  Keilir fagnaði að vonum enda liðið búið að sigra með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 13:25

Solheim Cup í beinni

Nú er komið að 4. og lokakeppnisdegi í Solheim Cup, sem að þessu sinni fer fram í Parker, Colorado á heimavelli liðs Bandaríkjanna, dagana 16.-18. ágúst. Staðan fyrir lokahringinn er 10,5 – 5,5 fyrir lið Evrópu! Í dag fara hinir æsispennandi tvímenningsleikir fram og nægir Evrópu að vinna 3 1/2 sigur til þess að halda Solheim Cup í Evrópu! Sýnd veiði en ekki gefin – bein útsending hófst kl. 13:00 Vinnst sögulegur sigur í kvöld –  Vinnst fyrsti sigur evrópsku stúlknanna á bandarískri grund í Solheim bikars keppninni nú  í ár undir forystu Lottu þ.e. Liselotte Neumann? Golfveisla framundan nú um helgina og má  fylgjast með í beinni með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 13:15

GB: Sigurður og Siggeir sigruðu í Opna Coke

Í gær 17. júní fór fram Opna Coke mótið á Hamarsvelli í Borgarnesi. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Opna Coke –  verðlaun 1.sæti      Punktak.     Gjafabréf hjá Örninn Golfbúð 35.000,-  + 2x10pack Carlsberg (ef undir aldri þá Coke) Sigurður Ólafsson  2. sæti     Punktak.     Gjafabréf hjá Örninn Golfbúð 20.000,- + 2x10pack Carlsberg (ef undir aldri þá Coke) Jón Ragnarsson  3. sæti     Punktak.    Gjafabréf hjá Örninn Golfbúð 10.000,- + 1×10 pack Carlsberg (ef undir aldri þá Coke) Ingvar Haraldur Ágústsson  1.sæti      Höggleikur   Gjafabréf hjá Örninn Golfbúð 35.000,-  + 2x10pack Carlsberg (ef undir aldri þá Coke) Siggeir Vilhjálmsson  2. sæti     Höggleikur   Gjafabréf hjá Örninn Golfbúð 20.000,- + 1x10pack Carlsberg (ef undir aldri þá Coke) Jón Karlsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 12:45

Solheim Cup: Pettersen gömul?

Fyrir Solheim Cup mótið voru haldnir ýmsir blaðamannafundir með leikmönnum og hér má sjá einn af þeim skemmtilegri. Hér má sjá fundinn með Suzann Pettersen, Charley Hull og Carlotu Ciganda. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan fjallar Pettersen sem búin er að taka þátt í 7 Solheim Cup mótum um að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað, mikið af nýjum ungum kylfingum séu að koma fram og Charley Hull sé m.a. framtíðin í evrópsku kvennagolfi. Aðspurð hvað hún hefði verið að gera þegar hún var á aldur við Charley (þ.e. 17 ára), svaraði Suzann svo að hún hefði verið í skóla jafnvel þó það liti ekki út fyrir það…. sem aftur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 12:30

Laura Davies fékk PING gullpútter!

Golfdrottningin enska Laura Davies , 49 ára, fékk afhentan gullpútter frá PING, en PING er í eigu Carsten Solheim fjölskyldunnar, sem stendur fyrir Solheim bikars mótinu. Laura hefir tekið þátt í öllum 12 Solheim Cup mótum frá upphafi (1990-2011) að undanskildu þessu 13. Solheim Cup móti, nú í Parker, Colorado, en val hennar var undir fyrirliðanum Liselotte Neumann komið og Lotta valdi hana ekki í liðið. „Það hafa verið frábærir hringir í (Solheim Cup) keppninni sem Laura hefir átt og jafnvel þó hún sé ekki að spila núna þá gæti vel verið að ég yrði að smíða annan gullpútter fyrir hana þegar hún keppir í mótinu í 13. sinn,“ sagði John Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 12:15

Solheim Cup: Nordqvist með ás!

Í gær fór Anna Nordqvist holu í höggi á Solheim Cup, en hún var þá að spila með félaga sínum og löndu Caroline Hedwall, í fjórmenningi laugardagsmorgunsins. Ásinn kom á 17. holu Colorado vallar. Anna sagði m.a. í  viðtalinu eftir hringinn (sem sjá má hér fyrir neðan) að þetta væri eflaust einn af hápunktum ferils síns, það væri sjaldgæft að fara holu í höggi í mótum, hvað þá stórmótum á við Solheim Cup. Sjá má draumahögg Önnu með því að SMELLA HÉR:  Sjá má viðtal við Önnu eftir draumahöggið þ.e. eftir sigurhring þeirra Hedwall í gær með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Egill Egilsson – 18. ágúst 2013

KR-ingurinn Egill Egilsson á afmæli í dag. Hann er fæddur 18. ágúst 1956 og er því 57 ára í dag. Egill er í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi, (GMS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Egill Egilsson (57 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Stefán Guðmundur Þorleifsson, GN 18. ágúst 1916 (97 ára!!!)  Joachim B. Hansen, 18. ágúst 1990 (23 ára) danskur á Áskorendamótaröðinni ….. og ….. Thorey Vilhjalmsdottir (41 árs afmæli) Anna Kr. Jakobsdottir (57 ára) Reykjavík Reykvíkingur (89 ára) Grasagarður Reykjavíkur (52 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 11:30

Solheim Cup: Ráshópar í tvímenningsleikjum sunnudagsins – Spá: Golf Channel g. Golf 1

Þá er komið að úrslitaleikjunum á Solheim Cup í dag. Evrópa þarf aðeins 3 1/2 vinning til þess að verja titilinn og halda Solheim bikarnum í Evrópu. Staðan er 10 1/2 fyrir Evrópu gegn 5 1/2 vinningi Bandaríkjanna. Ef tekið er mark á spá Golf Channel verður sigur Evrópu nokkuð öruggur. Þeir eru tveir sem eru með spánna fyrir Golf Channel Jay Coffin og Randall Mell. Til samanburðar verður látin fylgja spá Golf 1.   1. leikur Kl. 14:40 (20:40 að íslenskum tíma) Anna Nordqvist g. Stacy Lewis Spá Golf Channel: Sigur fyrir Bandaríkin Spá Golf 1: Sigur fyrir Bandaríkin. Stacy Lewis er nr. 2 á Rolex-heimslistanum. Hún hefir ekki Lesa meira