Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 07:00

Solheim Cup: Staðan eftir 2. dag 10.5 – 5.5 fyrir Evrópu

Allt í fjórboltaleikjunum eftir hádegið á Solheim Cup, laugardaginn 17. ágúst 2013, á 2. keppnisdegi féll  með liði Evrópu.  Hér má sjá hápunktana í frábærri alslemmu Evrópu laugardagssíðdegið í gær þar sem lið Evrópu vann alla 4 leiki sína í fjórboltanum SMELLIÐ HÉR: 

Jafnvel evrópsku nýliðarnir Charley Hull og Jodi Ewart Shadoff unnu sinn leik gegn Paulu Creamer og Lexi Thompson 2&0.  Glæsilegur árangur þetta hjá hinum ungu kylfingum í liði Evrópu! Það var líka gaman að sjá Charley spila á móti Lexi, en sagt hefir verið að Charley sé hin evrópska Lexi – báðar komnar í fremstu víglínu ungar að árum; Charley er yngst í keppninni, varð 17 ára 24. mars s.l. og Lexi er rúmu ári eldri en hún varð 18 ára 10. febrúar s.l. Hinar tvær eru nokkuð eldri Shadoff  varð 25 ára, 7. janúar s.l. og Paula Creamer er nýorðin 27 ára (5. ágúst) Hér má sjá viðtal við Jodi eftir sigurinn SMELLIÐ HÉR:

Hér má sjá viðtal við litlu stjörnuna í liði Evrópu, þá yngstu Charley Hull SMELLIÐ HÉR: 

Spænska teymið Azahara Muñoz og Carlota Ciganda vann sinn leik gegn Gerinu Piller og Angelu Stanford 1&0.

Sænski Íslandsvinurinn Caroline Hedwall vann 4. leik sinn í keppninni ásamt Caroline Masson frá Þýskalandi gegn þeim Michelle Wie og Jessicu Korda 2&1.

Loks unnu Beatriz Recari og Karine Icher leik sinn gegn þeim Cristie Kerr og Morgan Pressel 1&0. Hér má sjá viðtal við hina frönsku Icher SMELLIÐ HÉR: 

Staðan er ljómandi góð fyrir evrópsku stúlkurnar, sem þurfa aðeins að vinna 3 1/2 leik í (m.ö.o. þrjár af 12 þurfa að sigra í leikjum sínum og ein að halda jöfnu eða einhver önnur tilbrgiði af 3 1/2 vinningi t.a.m. 3 að halda jöfnu og 2 að vinna leik sinn eða 5 að halda jöfnu og 1 að vinna leik sinn, sem þýðir að allt að 6-8  leikir af 12 mega tapast) í  tvímenningsleikjum sunnudagsins til þess að halda Solheim Cup í Evrópu. Glæsileg frammistaða þetta hjá liði Evrópu …. en mótið er langt því frá búið ….. bandarísku stúlkurnar eru eflaust öskureiðar sjálfum sér fyrir árangursleysið í gær og mæta þrælákveðnar til leiks seinna í dag, hvattar áfram af gríðarlegum fjölda áhorfenda á heimavelli!!!

Hver skyldi vera „Poulterinn“ í bandaríska liðinu? Verður e.t.v. hægt að tala um „kraftaverkið í Parker, Colorado í kvennagolfinu ?“ Svo gæti vel farið,  því þær bandarísku hafa á undanförnum árum verið óhemju sterkar í tvímenningi.

Það er ekki sopið kálið þótt í ausuna sé komið!  Nú er bara að halda einbeitingu og klára Evrópa!