Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Högna Kristbjörg Knútsdóttir – 17. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Högna Kristbjörg Knútsdóttir. Högna er fædd 17. ágúst 1994 og á því 19  ára afmæli í dag. Högna Kristbjörg er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún er í afrekshóp GSÍ, valin af landsliðsþjálfara. Í sumar hefir Högna spilað á Eimskipsmótaröðinni. Eins hefir hún tekið þátt í nokkrum mótum erlendis og hlotið dýrmæta reynslu við það.

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir

Meðal þeirra móta sem Högna hefir tekið þátt í er Opna undir 18 ára mótið á Írlandi í apríl á sl. ári; og European Girls Team Championship í Austurríki í júlí 2012.

Högna var í sveit Keilis sem varð í 2. sæti á Íslandsmóti GSÍ í sveitakeppni 2012 og er nú við keppni með A-sveit Keilis í Leirunni.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Högnu Kristbjörgu til hamingju með afmælið…..

 

Högna Kristbjörg Knútsdóttir (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Hugh John Baiocchi 17. ágúst 1946 (67 ára); Dottie Pepper, aðstoðarfyrirliði  Meg Malone í Solheim Cup 2013, 17. ágúst 1965 (48 ára) Peter Gustafson, 17. ágúst 1976 (39 ára)….. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is