Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2013 | 08:00

PGA: Reed leiðir eftir 2. dag á Sedgefield

Það er nýliðinn Patrick Reed sem hefir forystuna þegar Wyndham Championship er hálfnað á Sedgefield golfvellinum, í Greensboro, Norður- Karólínu.  Sjá má kynningu Golf 1 á Patrick Reed með því að SMELLA HÉR: 

Reed er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 129 höggum (65 64).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er John Huh á 10 undir pari og í 3. sæti er Jordan Spieth frá Texas á samtals 9 undir pari.

Sex kylfingar deila síðan 4. sætinu þ.á.m. kylfingurinn „vinsæli“ með kúrekahattinn Rory Sabbatini og forystumaður 1. dags Ross Fisher, en allir eru kylfingarnir í 4. sæti búnir að spila á samtals 7 undir pari hver.

Til þess að sjá stöðuna þegar Wyndham Championship er hálfnað SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dagsins á Wyndham Championship sem er furðu-par Ernie Els SMELLIÐ HÉR: