Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2013 | 21:30

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1

Ameríkani, Þjóðverji og Arabi tóku tal saman yfir drykk.

Þá segir Ameríkaninn: „Ég á 6 syni og 1 í viðbót þar með á ég körfuboltalið.“

Þá svaraði Þjóðverjinn: „Þetta er nú ekkert. Ég á 10 syni og einn til viðbótar og þar með á ég knattspyrnulið.“

Þá segir Arabinn: „Ég á 17 konur 1 í viðbót og þar með á ég golfvöll.“

Nr. 2

Herbert situr í klúbbhúsinu og hugsar um nýju ástkonuna sína. Algerlega utan við sig tautar hann fyrir vörum sér: „Þetta borgar sig ekki!“ „Oftast er það ekki eins og maður vonast til.“ „Og rándýrt er það líka.“ „Og eiginkonan trompast.“

Segir vinur hans á næsta borði: „Hættu þessu Herbert!!“ „Þetta hefðir þú þó átt að vita þegar þú byrjaðir í golfi!!!“

Nr. 3

Kona nokkur í Bandaríkjunum hefir samband við minningargreinadeild bæjarblaðsins, til þess að setja inn tilkynningu um að eiginmaðurinn sé látinn.

Ritstjóri blaðsins tilkynnir henni að fyrir hvert birt orð verði hún að greiða 50 cent.

Hún hættir við að birta tilkynninguna sem hún var búin að útbúa og styttir hana í „Fred Brown lést.“

Skemmt yfir hversu úrræðagóð konan er, þá segir ritstjórinn að það verði að lágmarki að taka 7 orð.“

Hún hugsar sig um í skamma stund og segir síðan: „Fred Brown lést. Góðar golfkylfur til sölu!“

Nr. 4

„Og svo opna vel“ tautaði tannlæknirinn, þegar golfboltinn rúllaði í átt að holu!

Nr. 5

„Ákærði, þér neitið ekki að hafa brotið kylfu yðar á höfði brotaþola?“ spyr dómarinn.  „Nei, herra dómari. En það var enginn ásetningur,“ segir ákærði.

„Þér ætluðuð sem sagt ekki að slá í brotaþola?“ spyr dómarinn aftur.

„Jú, jú, en ég ætlaði aldrei að brjóta kylfuna mína!“

Nr. 6

Hér einn hundgamall á frummálinu:

„If you think it’s hard to meet people, try picking up the wrong golf ball ..“.Jakob Sítróna.