
PGA: Howell vikið úr Wyndham mótinu
Charles Howell III var í dag vikið úr Wyndham Championship fyrir brot á reglu 4-1a.
Howell var á 68 höggum á 2. hring, en notaði þar ólöglegan dræver og var samtals á 6 undir pari, í 10. sæti í mótinu.
Starfsmaður bandaríska golfsambandsins, Tony Wallin, útskýrði brottvikninguna á eftirfarandi hátt:
„Svo virðist sem í gær (föstudag) áður en hann (Howell) tíaði upp, hafi lítið þyngdar-ports-cover (ens. weight port cover) á botni TaylorMade drævers hans nálægt kylfuandlitinu dottið af þegar hann sló bolta. Það sem gerðist þegar þetta litla port datt af var að dræverinn varð ólöglegur vegna þess að það er holrúm sem coverið hylur, en þar er hægt að setja vaxþyngdir inn í og án coversins er kylfan með holu í gegnum sig sem ekki má vera. Það er ekki hægt að vera með holu sem ekki er lokað fyrir (með cover-i) sem gengur í gegnum alla kylfuna. Þannig að það er það sem gerði kylfuna ólöglega.“
Wallin sagði jafnframt að ef coverið hefði dottið af meðan á 2. hring stóð hefði verið í lagi að Howell spilaði svo lengi sem hann hefði látið laga dræver sinn fyrir 3. hring.
Howell sagði aðeins: „Þetta þýðir að ég er úr leik“ (ens. That kind of means I´m gone“). Honum var tjáð að coverið væri innan við gramm að þyngd áður en hann hóf leik á 2. hring og hefði ekki áhrif á dræverinn og því lék hann með honum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024