Sigurpáll og Steinn Auðunn sigruðu í mótinu Læknar á Íslandi
Í dag fór fram í rigningu og nokkuð erfiðum aðstæðum golfmótið Læknar á Íslandi. Mótið var lokað og styrkt af Lyfju. Leikformið var punktakeppni með og án forgjafar. Leikið var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Þátttakendur voru 25 þar af 1 kvenkylfingur, Ásgerður Sverrisdóttir, GR, en hún varð í 2. sæti í punktakeppni án forgjafar, ásamt klúbbfélaga sínum Sigurpáli Scheving. Sigurvegari í punktakeppninni með forgjöf varð Sigurpáll Scheving GR með 36 punkta og í punktakeppni án forgjafar sigraði Steinn Auðunn Jónsson, GÖ, með 25 punkta og átti 3 punkta á næstu keppendur. Úrslit urðu eftirfarandi: Punktakeppni: 1 Sigurpáll S Scheving GR 18 F 18 18 36 36 36 2 Lesa meira
GSÍ: Staðan eftir 1. dag í sveitakeppnum karla
Í dag hófst sveitakeppni GSÍ og er keppt í 5 flokkum karla og 2 flokkum kvenna. Eftir 1. dag er staðan eftirfarandi: 1. flokkur karla á Hvaleyrinni hjá GK A-riðill 1. sæti GKG 8 innbyrðis sigrar 2. sæti GK 7 3. sæti NK 4 4. sæti GS 1 B-riðill 1. sæti GR 8 innbyrðis sigrar 2. sæti GSE 7 3. sæti GKJ 4 4. sæti GÓ 1 ———————————— 2. flokkur karla á Vestmannaeyjavelli hjá GV A-riðill 1. sæti GL 2 2. -3. sæti GH 1 2.- 3. sæti GB 1 4. sæti GÖ B-riðill 1. sæti GKB 2.-3. sæti GV 2.-3. sæti GJÓ 4. sæti GHR Lesa meira
Þórdís Geirs fór holu í höggi!!!
Þórdís Geirsdóttir, klúbbmeistari GK 2013, sló draumahögg allra kylfinga í Bergvíkinni (3. braut Hólmsvallar í Leiru) í dag í 1. umferð Sveitakeppni GSÍ í 1. flokki kvenna. Við höggið notaði Þórdís 6-járn en Bergvíkin er um 136 metra af bláum teigum. Þetta er þriðja skiptið sem Þórdís fer holu í höggi! Glæsilegt!!! Golf 1 óskar Þórdísi til hamingju með ásinn!!!
Solheim Cup: Staðan 3-1 fyrir Evrópu eftir morgunleiki 1. dags
Keppnin á Solheim Cup hófst kl. 7:40 að staðartíma í Parker, Colorado eða kl. 13:40 í hádeginu að íslenskum tíma með viðureign Önnu Nordqvist og Caroline Hedwall annars vegar og Stacy Lewis og nýliðans Lizette Salas hins vegar í fjórmenningi. Öllum að óvörum vann „sænska lið“ Önnu og Íslandsvinarins Carolinar Hedwall… á óvörum vegna þess að Stacy Lewis er nú einu sinni nr. 2 á heimslistanum!!! Frábært hjá Caroline og Önnu!!!! Sigur þeirra var nokkuð öruggur undir óvæginni Colorado sólinni 4&2. Nr. 3 á Rolex-heimslistanum Suzann Petterson og Beatriz Recari unnu Brittany Lang og Angelu Stanford frá Texas í nokkuð jöfnum leik 2&1. „Þetta var góður leikur,“ sagði Lang Lesa meira
GSÍ: Sveitakeppnir hefjast í dag
Um helgina fer fram sveitakeppni GSÍ, keppt er í sjö deildum: 5 deildum í karlaflokki og 2. deildum í kvennaflokki. Tilvísunarhlekki fyrir allar deildir má finna á forsíðu golf.is. Á þessum síðum er að finna helstu upplýsingar um deildirnar, leikina, leikmennina ofl. auk þess verða úrslit uppfærð fljótlega eftir hverja umferð. Sjá einnig hlekki neðar á síðunni. Karlaflokkar: 1. deild karla verður leikinn á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði, upplýsingar og staða hér, Golfklúbburinn Keilir 2. deild karla er á Vestmannaeyjarvelli, upplýsingar og staða hér, Golfklúbbur Vestmanneyja 3. deild karla er á Grænanesvelli á Norðfirði, upplýsingar og staða hér, Golfklúbbur Norðfjarðar 4. deild karla er á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki, upplýsingar og staða hér, Golfklúbbur Sauðarkóks 5. deild Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Vífill Karlsson —— 16. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Vífill Karlsson. Hann er fæddur 16. ágúst 1948 og því 65 ára í dag. Vífill er í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði. Hann hefir verið duglegur að spila á Silfurnesvelli í sumar og hefir gengið vel í opnum mótum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Vífill Karlsson (65 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sveinsdóttir Sveinbjörg Temper Netverslun (72 ára) Ekki Spurning (36 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira
PGA: 2 efstir og jafnir á Sedgefield
Tveir eru efstir og jafnir á Sedgefield golfvellinum í Greensboro, Norður-Karólínu þar sem Wyndham golfmótið, mót vikunnar á PGA fer fram. Þetta er jafnframt síðasta mótið fyrir FedEx Cup umspilið. Þeir sem deila 1. sæti eftir 1. dag eru Chris Stroud og Ross Fisher, en báðir spiluðu þeir 1. hring mótsins á 6 undir pari, 64 höggum. Hvorki fleiri né færri en 8 kylfingar deila 3. sætinu þ.á.m Jordan Spieth og Sergio Garcia, en allir í 3. sæti eru á 5 undir pari, 65 höggum. Fimm kylfingar deila 11. sæti þ.á.m. Charles Howell III, en allir í 11. sæti eru búnir að spila á 4 undir pari og þvi ekki Lesa meira
Higginlooper nýtt golfhugtak? – Fyrstu ráshópar í Solheim Cup 2013 kynntir
John Higginlooper demókrataríkisstjóri Colorado notaði tækifærið og hélt frábæra opnunarræðu á Solheim Cup, þar sem hann bauð lið Evrópu og Bandaríkjanna velkomin til hins eins fallegasta ríkis Bandaríkjanna, Colorado, sem fremur er þekkt fyrir flottar skíðabrekkur, en er alltaf meira og meira að koma inn á golfkortið. Frekar eftirtektarvert eftirnafn sem ríkisstjóri Colorado ber og í raun kjörið nafn á pólítíkus, því engin hætta er á að maður með slíkt nafn gleymist. Meg Malone, fyrirliði liðs Bandaríkjanna, stóðst ekki mátið og hló hjartanlega í ræðustól og sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að standa í ræðustól 2013 og bera fram yfir varir sínar nafn á borð við Higginlooper!!! Þvílíkt æðislegt nafn Lesa meira
Myndir frá Solheim Cup Wednesday Night Gala
Miðvikudaginn fyrir hvert Solheim Cup mót fer fram Wednesday Night Gala og svo var einnig í gær. Hér má sjá myndir frá Gala kvöldinu, en þar voru flestir keppendur í Solheim Cup 2013 mættir í sínu fínasta SMELLIÐ HÉR:
Hull yngst í Solheim Cup 2013
Charley Hull er yngst í liði Evrópu í Solheim Cup (f. 20. mars 1996) aðeins 17 ára. Charley og stórkylfingurinn Ian Poulter eiga ýmislegt sameiginlegt: bæði eru ensk, jafnvel í sama golfklúbbi á Englandi: Woburn Golf Club, bæði eru framúrskarandi kylfingar sem þykja hafa „agressívan golfstíl“ og bæði verja stórum hluta af verðlaunafé sínu í tískufatnað. Bæði eru óhrædd á golfvellinum, neita að gefast upp, berjast fram til sigurs. Aðspurð hvort hún væri aldurs síns og reynslusleysis vegna stressuð fyrir Solheim Cup sagði Charley: „Ég er viss um að hver og einn einasti keppandi er stressaður þegar hann tíar upp í Solheim Cup. En ég sé ekki af hverju ég Lesa meira








