Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 09:30

PGA: Reed og Huh efstir eftir 3. dag á Wyndham Championship

Það eru þeir Patrick Reed og John Huh sem eru efsti rog jafnir fyrir lokahringinn á Wyndham Championship sem verður leikinn í dag.

Báðir eru búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum.

Sjá má kynningu Golf 1 á Patrick Reed með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má kynningu Golf 1 á John Huh með því að SMELLA HÉR: 

Fast á hæla þeirra eru 3 kylfingar Zach Johnson, Bob Estes og Jordan Spieth, allir á samtals 9 undir pari, hver.

Robert Garrigus, Matt Every og Brian Harman eru síðan í 6. sæti á samtals 8 undir pari, hver.  Brendan Steele er einn í 9. sæti á 6 undir pari og síðan eru 5. kylfingar sem deila 10. sætinu  á samtals 5 undir pari, þ.á.m. Sergio Garcia og Rory Sabbatini.

Sjá má stöðuna á Wyndham eftir 3. dag með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 3. dags á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á Wyndham SMELLIÐ HÉR: