Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2013 | 09:00

Brúðkaupsathöfn Dufner – myndskeið

Þetta er nokkuð sem virðist hafa farið fram hjá flestum golffréttamiðlum a.m.k. hérlendis. PGA Championship risamótsmeistari ársins 2013 kvæntist í fyrra sinni heittelskuðu Amöndu s.s. flestir vita. Af athöfninni var gerð meðfylgjandi myndbandsupptaka sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2013 | 08:00

Sveitakeppnir unglinga hefjast á morgun

Á morgun, 23. ágúst 2013  hefjast sveitakeppnir unglinga. Á Selsvelli á Flúðum er keppt í einum flokki stúlkna.  Núverandi Íslandsmeistarar í flokki 18 ára og yngri stúlkna er A-sveit Keilis. Í sigursveit Íslandsmeistara Golfklúbbsins Keilis í flokki stúlkna 18 ára og yngri 2012 voru þær: Anna Sólveig Snorradóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Saga Ísafold Arnarsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir. Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri telpna 2012 voru þær: Eva Karen Björnsdóttir, Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, Karen Ósk Kristjánsdóttir og Saga Traustadóttir. Piltar 18 ára  og yngri keppa á Hellu. Sigursveit GKG í flokki 18 ára og yngri pilta 2012 skipuðu þeir Sverrir Ólafur Torfason, Egill Ragnar Gunnarsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2013 | 07:00

Ben Crane með nýtt lag „Bubble Boy“

Svo virðist sem Golf Boys-inn Ben Crane sé að hefja sóló-feril en hann hleypti af stokkunum nýju lagi „Bubble Boy“ í gær. Golflega séð hefir Crane ekki gengið jafnvel og félögum hans í Golf Boys þeim Hunter Mahan, Bubba Watson og Rickie Fowler, sem auk þess hafa verið mun meira í fjölmiðlum en Crane; Mahan nú síðast vegna fæðingar fyrsta barns hans og þess að hann hætti í móti, sem hann var í forystu í til að vera viðstaddur fæðingu þess. Crane hefir aðeins náð niðurskurði í 11 tilvikum af 20 í ár og þar af aðeins tvisvar verið meðal efstu 10. Besti árangur hans er T-4 á  the Shell Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2013 | 20:30

Fitzpatrick og Ko hlutu Mark H. McCormack viðurkenninguna

Matthew Fitzpatrick frá Englandi og golfstjarnan unga Lydia Ko fengu Mark H. McCormack medalíurnar fyrir að vera fremstu áhugamenn í heimi skv. World Amateur Golf Ranking árið 2013. Fitzpatrick hlaut silfurmedalíuna á British Open og varð fyrsti Englendingurinn til að sigra á U.S. Amateur Championship í The Country Club í Brookline, Massachusetts s.l. sunnudag. „Ég er algerlega frá mér numinn að vinna McCormack medalíuna,“ sagði hinn 18 ára Fitzpatrick í fréttatilkynningu. „Að hljóta þessa viðurkenningu á sama tíma og að sigra í U.S. Amateur Championship er virkilega sérstakt. Ko er að vinna sér inn McCormack medalíuna 3. árið í röð vegna frábærrar frammistöðu enn eitt árið, þar sem hún tók m.a. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2013 | 18:37

Tiger stífur í baki og háls

Tiger Woods var stífur í baki og háls á Liberty National nú í morgun.  Hann spilaði aðeins 9 holur af pro-am mótinu. „Ég var ansi stífur vegna þess að rúmið var svo mjúkt,“ sagði Tiger til skyringar.  „Þetta fylgir því bara að sofa á hótelum og ég vildi ekki taka neina áhættu þannig að ég tók því bara rólega.“ Tiger var líka með stíft bak á PGA Championship fyrir tveimur vikum en bætti við að það væri ekkert til að hafa áhyggjur af. Aðspurður hvort hann hefði fengið sér nýtt rúm svaraði Tiger: „Hvað heldur þú?“ Tiger, sem leiðir í FedEx Cup stigum varð í 2. sæti á The Barclays árið 2009 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jarrod Lyle ———- 21. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle. Hann fæddist 21. ágúst 1981 og er því 32 ára. Hann spilaði á PGA Tour SMELLA HÉR: og komst í fréttirnar 2011 vegna þess að þá átti hann eitt fallegasta höggið á PGA túrnum (ás í keppni); Sjá um það með þvi að SMELLA HÉR:  Hann gifti sig jólin 2011. Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Snemma á árinu 2012 eignaðist hann síðan sitt fyrsta barn, en stuttu síðar greindist hann með hvítblæði, sem hann hafði verið að berjast við frá því hann var unglingur.  Það kom aftur í veg fyrir að hann gæti spilað á PGA Tour sem hann var þá nýfarinn að spila Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2013 | 12:30

Sveitakeppni eldri kylfinga (karla) hefst n.k. föstudag

Næstkomandi föstudag, 23. ágúst hefst sveitakeppni eldri kylfinga í 1. og 2. deild í karlaflokki. Sveitakeppni eldri kylfinga í 1. deild karla fer fram á Jaðrinum á Akureyri, enda var það  Golfklúbbur Akureyrar, sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni 1. flokks eldri kylfinga í karlaflokki 2012! Í gull-sveit Íslandsmeistara GA-inga í sveitakeppni GSÍ 2012 – 1. flokki eldri karla voru þeir: Bjarni Ásmundsson, Björgvin Þorsteinsson, Hafberg Svansson, Haraldur Júlíusson, Sigurður H. Ringsted, Viðar Þorsteinsson, Þórhallur Pálsson og Þórir V. Þórisson. Silfur-sveit GR var skipuð þeim: Garðari Eyland, Herði Sigurðssyni, Jóni Hauki Guðlaugssyni, Óskari Sæmundssyni, Rúnari S. Gíslasyni, Sigurði Hafsteinssyni, Skarphéðni Skarphéðinssyni og Sæmundi Pálssyni. Í baráttunni um 3. sætið hafði Nesklúbburinn betur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2013 | 12:00

Solheim Cup aftur í Evrópu

Solheim bikarinn sneri aftur til Evrópu, en farið var með hann til Colorado í Bandaríkjunum, þar sem hann var meðan lið Bandaríkjanna og Evrópu kepptust um hann. Lið Evrópu hafði betur s.s. allir vita, 2. árið í röð og því er bikarinn aftur í Evrópu. Hann er varðveittur í Buckinghamshire golfklúbbnum í Englandi, þar sem höfuðstöðvar Ladies European Tour (skammst.: LET) eru. Flestir leikmenn beggja Solheim Cup liða keppa nú í vikunni á CN Canadian Women’s Open. Sú sem á titil að verja er hin 16 ára unga Lydia Ko, frá Nýja-Sjálandi, en hún mun spila í ráshóp með Solheim Cup stjörnu Evrópu, Charley Hull, 17 ára, fyrstu tvo dagana í Royal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2013 | 11:45

Harrington í stað Mickelson á Grand Slam

Þrír af 4 risamótsmeisturum ársins 2013 hafa tilkynnt að þeir muni taka þátt í PGA Grand Slam of Golf sem fer fram dagana 14.-16. október á Port Royal golfvellinum á Bermúda. Þessir 3 eru: Adam Scott, sigurvegari The Masters, Justin Rose, sigurvegari Opna bandaríska og Jason Dufner, sem sigraði nú í mánuðnum á PGA Championship. Þetta er í 1. skipti fyrir alla 3 að þeir taka þátt í Grand Slam. Sigurvegari Opna breska, Phil Mickelson hefir hins vegar tilkynnnt að hann muni ekki taka þátt vegna „þess að mótið reksist á við aðra þætti í dagskrá hans (ens.: „End-of seson scheduling conflict“) og er þetta nú í 3. sinn að hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2013 | 11:00

Sadlowski skemmdi aftur golfhermi Golf Channel

Bandaríski golffréttaþátturinn Golf Channel hefir verið að fá þekkta kylfinga til sín og fá þá til þess að slá högg í golfhermi, sem er á settinu. Í fyrra eyðilagt einn högglengsti kylfingur heims Jamie Sadlowski golfhermi Golf Channel… og í ár endurtók hann leikinn og skemmdi að nýju golfhermi Golf Channel. Athyglisvert er í þessu sambandi að Sadlowski notaði 7-járn við verknaðinn en með þeirri kylfu sló hann um 300 yarda eða 250 metra… og það var meira en golfhermirinn þoldi!!! Lengst hefir Sadlowski slegið 450 yarda eða 375 metra með dræver og það athyglisverða er gripið hans en hann slær með krossgrip (ens. cross-handed). Sjá má uppákomuna í meðfylgjandi Lesa meira