
Afmæliskylfingur dagsins: Jarrod Lyle ———- 21. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle. Hann fæddist 21. ágúst 1981 og er því 32 ára. Hann spilaði á PGA Tour SMELLA HÉR: og komst í fréttirnar 2011 vegna þess að þá átti hann eitt fallegasta höggið á PGA túrnum (ás í keppni); Sjá um það með þvi að SMELLA HÉR: Hann gifti sig jólin 2011. Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Snemma á árinu 2012 eignaðist hann síðan sitt fyrsta barn, en stuttu síðar greindist hann með hvítblæði, sem hann hafði verið að berjast við frá því hann var unglingur. Það kom aftur í veg fyrir að hann gæti spilað á PGA Tour sem hann var þá nýfarinn að spila á. Golf 1 skrifaði grein um það á sínum tíma sem lesa má með því að SMELLA HÉR:
Nú fyrir skemmstu (í ágúst 2013) bárust þær gleðifregnir að hvítblæði Jarrod Lyle væri í rénun – hann væri allur að styrkjast og byrjaður að æfa á fullu og myndi snúa aftur til keppni nú í nóvember og spila þá í fyrsta móti sínu, Australian Masters. Sjá t.d. grein Fox Sports um það með því að SMELLA HÉR: eða grein ESPN með því að SMELLA HÉR:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Francis „Dick“ Zokol, 21. ágúst 1958 (55 ára); Magnus A Carlson, 21. ágúst 1980 (33 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi