
Sveitakeppni eldri kylfinga (karla) hefst n.k. föstudag
Næstkomandi föstudag, 23. ágúst hefst sveitakeppni eldri kylfinga í 1. og 2. deild í karlaflokki.
Sveitakeppni eldri kylfinga í 1. deild karla fer fram á Jaðrinum á Akureyri, enda var það Golfklúbbur Akureyrar, sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni 1. flokks eldri kylfinga í karlaflokki 2012!
Í gull-sveit Íslandsmeistara GA-inga í sveitakeppni GSÍ 2012 – 1. flokki eldri karla voru þeir: Bjarni Ásmundsson, Björgvin Þorsteinsson, Hafberg Svansson, Haraldur Júlíusson, Sigurður H. Ringsted, Viðar Þorsteinsson, Þórhallur Pálsson og Þórir V. Þórisson.
Silfur-sveit GR var skipuð þeim: Garðari Eyland, Herði Sigurðssyni, Jóni Hauki Guðlaugssyni, Óskari Sæmundssyni, Rúnari S. Gíslasyni, Sigurði Hafsteinssyni, Skarphéðni Skarphéðinssyni og Sæmundi Pálssyni.
Í baráttunni um 3. sætið hafði Nesklúbburinn betur gegn sterku liði Golfklúbbsins Keilis í fyrra, þar sem ekkert féll með Keilismönnum.
Aðrar sveitir sem keppa í 1. deild eru: sveitir GV og GÖ en Golfklúbbi Öndverðarness tókst að halda sér í 1. deild í fyrra, en sveitin þeirra var þá skipuð þeim : Guðjóni Snæbjörnssyni, Guðmundi Arasyni, Guðmundi E. Hallsteinssyni, Kristjáni W. Ástráðssyni, Ólafi Jónssyni, Stefáni Gunnarssyni, Trausta R. Hallsteinsyni og Þorsteini Þorsteinssyni.

Sigursveit 2. deildar eldri karla – Íslandsmeistarar 2012 – Sveit GSG með Erró, lukkudýri GSG. F.v. : Guðmundur, Einar, Þorvaldur, Skafti, Ásgeir og Helgi. Það er Skafti, sem heldur á Erró. Mynd: Helgi Hólm.
Þær sveitir sem komu upp úr 2. deild 2012og keppa nú í 1. deild eru sveitir GSG (sem sigraði 2. deildina í fyrra!!!) og sveit GKG.
Sveitkeppni GSÍ í 2. flokki eldri karla fer að þessu sinni fram í Öndverðarnesinu. Þar spila þau lið sem féllu í fyrra í 2. deild þ.e.
1. Golfklúbbur Suðurnesja og
2. Golfklúbburinn Oddur.
Auk þeirra spila í 2. deild:
3. Golfklúbbur Borgarness
4. Golfklúbburinn Kjölur
5. Golfklúbburinn Leynir
6. Golfklúbbur Flúða
7. Golfklúbbur Selfoss og
8. Golfklúbburinn Mostri.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024