Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2013 | 12:30

Sveitakeppni eldri kylfinga (karla) hefst n.k. föstudag

Næstkomandi föstudag, 23. ágúst hefst sveitakeppni eldri kylfinga í 1. og 2. deild í karlaflokki.

Sveitakeppni eldri kylfinga í 1. deild karla fer fram á Jaðrinum á Akureyri, enda var það  Golfklúbbur Akureyrar, sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni 1. flokks eldri kylfinga í karlaflokki 2012!

Í gull-sveit Íslandsmeistara GA-inga í sveitakeppni GSÍ 2012 – 1. flokki eldri karla voru þeir: Bjarni ÁsmundssonBjörgvin Þorsteinsson, Hafberg Svansson, Haraldur Júlíusson, Sigurður H. Ringsted, Viðar Þorsteinsson, Þórhallur Pálsson og Þórir V. Þórisson.

Silfur-sveit GR var skipuð þeim: Garðari Eyland, Herði Sigurðssyni, Jóni Hauki Guðlaugssyni, Óskari Sæmundssyni, Rúnari S. Gíslasyni, Sigurði Hafsteinssyni, Skarphéðni Skarphéðinssyni og Sæmundi Pálssyni.

Í baráttunni um 3. sætið hafði Nesklúbburinn betur gegn sterku liði Golfklúbbsins Keilis í fyrra, þar sem ekkert féll með Keilismönnum.

Aðrar sveitir sem keppa í 1. deild eru: sveitir GV og GÖ en  Golfklúbbi Öndverðarness tókst að halda sér í 1. deild í fyrra, en sveitin þeirra var þá skipuð þeim : Guðjóni Snæbjörnssyni, Guðmundi Arasyni, Guðmundi E. Hallsteinssyni, Kristjáni W. Ástráðssyni, Ólafi Jónssyni, Stefáni Gunnarssyni, Trausta R. Hallsteinsyni og Þorsteini Þorsteinssyni.

Sigursveit 2. deildar eldri karla -  Íslandsmeistarar 2012 - Sveit GSG með Erró, lukkudýri GSG. F.v. :  Guðmundur, Einar, Þorvaldur, Skafti, Ásgeir og Helgi. Það er Skafti, sem heldur á Erró. Mynd: Helgi Hólm.

Sigursveit 2. deildar eldri karla – Íslandsmeistarar 2012 – Sveit GSG með Erró, lukkudýri GSG. F.v. : Guðmundur, Einar, Þorvaldur, Skafti, Ásgeir og Helgi. Það er Skafti, sem heldur á Erró. Mynd: Helgi Hólm.

Þær sveitir sem komu upp úr 2. deild 2012og keppa nú í 1. deild eru sveitir GSG (sem sigraði 2. deildina í fyrra!!!) og sveit GKG.

Sveit eldri karla GKG spilar í 1. flokki í ár!

Sveit eldri karla GKG spilar í 1. flokki í ár!

Sveitkeppni GSÍ í 2. flokki eldri karla fer að þessu sinni fram í Öndverðarnesinu.  Þar spila þau lið sem féllu í fyrra í 2. deild þ.e.

1. Golfklúbbur Suðurnesja og
2. Golfklúbburinn Oddur.

Auk þeirra spila í 2. deild:

3. Golfklúbbur Borgarness
4. Golfklúbburinn Kjölur
5. Golfklúbburinn Leynir
6. Golfklúbbur Flúða

7. Golfklúbbur Selfoss og

8. Golfklúbburinn Mostri.