Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2013 | 10:30

Undankeppni EM pilta 18 ára og yngri

Úlfar Jónsson landsliðþjálfari hefur valið sex kylfinga sem keppa fyrir Íslands hönd í Undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri sem fram fer í Skalica Golf Club í Slóvakíu, dagana 19.-21. september. Undankeppnin eða European Boys´Challenge Trophy er fyrir þær þjóðir sem ekki náðu að tryggja sér þátttökurétt á Ervópumóti pilta 18 ára og yngri sem fram fer á næsta ári. Eftirtaldir kylfingar keppa fyrir Ísland. Aron Snær Júlíusson                      Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar Birgir Björn Magnússon                Klúbbmeistari Golfklúbbsins Keilis 2013 C Vantar bara C og D 🙂 D Egill Ragnar Gunnarsson     Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2013 | 23:59

Afmæliskylfingur dagsins: Garrett Phillipps – 20. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Garrett Whitney Phillips. Hún fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og er því 27 ára í dag. Garrett hefir spilað bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Góðir Landsmenn Álsey Ve (26 ára) Ólafur Bjarnason Sh (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2013 | 16:00

Hver er kylfingurinn: Meghan Hardin?

Hér er ekki ætlunin að gera grein fyrir kylfingnum Meghan Hardin í löngu máli. Aðeins að benda á að af öllum kylfingum sem eru á lista guyism.com „50 heitustu kveníþróttamennirnir á samskiptasíðum“ þá er Meghan langefst af kylfingunum eða í 4. sæti og skilur t.a.m. kylfinga á borð við Sharmilu Nicolette (50. sæti),  Paulu Creamer (48. sæti), hina rússnesku Maríu Verchenovu (í 42. sæti) og kylfingskynbomburnar Blair O´Neil (36. sæti) og Sophie Horn (13. sæti ) að baki sér. Hér má sjá myndir af 50 heitustu íþróttamönnunum og þ.á.m. Meghan SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2013 | 15:30

Streamsong í Flórída

Þeir eru frábærir markaðsfulltrúar Streamsong golfvallanna (Coore, rauðs og blás)  í Mið-Flórída, en þeir eru farnir að bjóða upp á 6 og 12 holu golfpakka. Það er virkliega heitt í mið-Flórída um sumarið þannig að markaðsfulltrúar klúbbsins fóru að spá „út fyrir boxið“ til þess að fá menn til  að spila aðeins nokkrar holur og fá sér síðan flottan dinner og gott rauðvínsglas með. Pakkaverðið er á mjög góðu verði …. og hefir tilboðinu verið vel tekið. Frábært að geta spilað svolítið golf og fengið sér síðan svalandi hressingu þegar jafn sjóðandi heitt er úti og í Flórída á þessum árstíma. Ein helsta gagnrýnin á golf er hversu langan tíma Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2013 | 15:00

Ryder Cup kylfingar senda evrópska Solheim Cup liðinu 2013 kveðjur

Ýmsir í liði Evrópu í Ryder Cup 2013 og aðrir sem tengjast fyrri og verðandi Ryder Cup keppnum voru ekki seinir á að óska Solheim Cup lið Evrópu til hamingju með frábæran árangur og fyrsta sigur nokkurs evrópsks Solheim Cup liðs á bandarískri grundu. Ian Poulter var meðal þeirra sem jós lofsyrðum á Solheim Cup liðið.was among those to heap praise on the women’s team.  Hann tvítaði m.a. (ath. tvítin eru ekki þýdd til þess að þau haldi meiningu sinni): „Congrats to the Solheim Cup European team on there impressive victory. Great job girls,“ sagði Poulter á Twitter. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum  Luke Donald bætti við sínum hamingjuóskum, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2013 | 08:00

„Það hefði verið hræðilegt að tapa“

Hin skoska Catriona Matthew sagði að í hvert sinn sem hún tæki þátt nú í Solheim Cup væri skemmtilegra að taka þátt …. engin furða því Evrópa hefir jú sigrað s.l. tvö einvígi. Nú er staðan 8-5 þ.e. bandarísk Solheim Cup lið hafa sigrað 8 sinnum – lið Evrópu 5 sinnum. Fyrir keppnina í Killeen Castle árið 2011 var staðan 8-3 og yfirburðir Bandaríkjamanna slíkir að farið var að ræða um að hætta að keppa við lið Evrópu og koma þess í stað upp meira spennandi keppni milli Bandaríkjanna og úrvals kvenkylfinga frá Asíu.   Nú er annað upp á teningnum: Evrópa er verðugur andstæðingur, þó Golf 1 sjái ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2013 | 00:30

Hull bað Creamer um eiginhandaráritun

Óhætt er að segja að hinn 17 ára enski undrakylfingur, Charley Hull hafi slegið í gegn á Solheim Cup í Parker, Colorado. Sérstaklega verður leikur hennar gegn nr. 11 á heimslistanum, Paulu Creamer,  lengi í minnum hafður. Ekki aðeins vegna þess að Charley vann þennan heimsþekkta kylfing (Paulu) með stærsta mun allra í Solheim Cup 2013, 5&4. Nei, líka vegna þess að hún bað Paulu um eiginhandaráritun á golfbolta eftir hringinn fyrir vin sinn James, sem er mikill aðdáandi Paulu. Frábær vinur hún Charley!  Hér má sjá myndskeið með viðtali við Charley Hull eftir sigurleikinn við Paulu, þar sem hún ræðir m.a. um það þegar hún bað Paulu um eiginhandaráritunina. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2013 | 17:30

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Steingrímsson – 19. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Steingrímsson. Guðjón er fæddur 19. ágúst 1967 og á því 46 ára afmæli í dag.   Guðjón var í hinum frábæra ´67 árgangi í Víðisstaðaskóla og er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Hann á soninn Arnór og dótturina Elísu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gudjon Steingrimsson · 46 ára Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Björn Friðþjófsson, 19. ágúst 1942 (71 árs), GR (fgj. 13.8);  Christy O’ Connor Jr, 19. ágúst 1948 (65 ára); Jhonattan Vegas, 19. ágúst 1984 (29 ára) . Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2013 | 05:45

Solheim Cup 2013: Sögulegur sigur liðs Evrópu 18-10 – í fyrsta sinn á bandarískri grundu!

Jafnvel með 6 nýliða í liði sínu sagði fyrirliði Evrópu, hin sænska Liselotte Neumann að nú væri kominn tími til að sigra sögulega, þ.e. vinna Solheim bikarinn í fyrsta sinn á bandarískri grundu. Og liðið hennar skilaði sínu og svo miklu meira en Lotta hefði nokkru sinni þorað að vona. Caroline Hedwall varð fyrsti leikmaðurinn í sögu Solheim Cup til þess að vinna alla 5 leiki sína (frábær 5-0 árangur sem engri hefir áður tekist) en vinningur Hedwall innsiglaði það að öruggt var að Solheim bikarinn héldist í  Evrópu! Hedwall setti aðhögg sitt á 435 yarda (398 metra) 18. holunni, þ.e. u.þ.b. 1 metra frá holu og tryggði sér fugl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2013 | 05:00

PGA: Reed með sinn fyrsta sigur!!!

Það var nýliðinn Patrick Reed sem stóð uppi sem sigurvegari í Wyndham Championship, sem fram hefir farið nú um helgina í Greensboro, Norður-Karólínu. Lesa má kynningu Golf 1 á Reed með því að SMELLA HÉR:  Reed lék á samtals 266 höggum (65 64 71 66) líkt og Jordan Spieth frá Texas (65 66 70 65) og því varð að fara fram bráðabani milli þeirra beggja, þar sem Reed hafði betur á 2. holu. Fyrir sigurinn, sem er fyrsti sigur Reed á PGA Tour fékk Reed tékk upp á tæpa milljón bandaríkjadali (u.þ.b. 125 milljónir íslenskra króna) eða nákvæmlega $ 954.000 Þriðja sætinu deildu Brian Harman og John Huh á samtals Lesa meira