Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2013 | 18:37

Tiger stífur í baki og háls

Tiger Woods var stífur í baki og háls á Liberty National nú í morgun.  Hann spilaði aðeins 9 holur af pro-am mótinu.

„Ég var ansi stífur vegna þess að rúmið var svo mjúkt,“ sagði Tiger til skyringar.  „Þetta fylgir því bara að sofa á hótelum og ég vildi ekki taka neina áhættu þannig að ég tók því bara rólega.“

Tiger var líka með stíft bak á PGA Championship fyrir tveimur vikum en bætti við að það væri ekkert til að hafa áhyggjur af.

Aðspurður hvort hann hefði fengið sér nýtt rúm svaraði Tiger: „Hvað heldur þú?“

Tiger, sem leiðir í FedEx Cup stigum varð í 2. sæti á The Barclays árið 2009 þegar mótið fór fram á Liberty National.  Það ár vann hann  annan af tveimur FedEx Cup titlum sínum.