Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2013 | 07:00

Ben Crane með nýtt lag „Bubble Boy“

Svo virðist sem Golf Boys-inn Ben Crane sé að hefja sóló-feril en hann hleypti af stokkunum nýju lagi „Bubble Boy“ í gær.

Golflega séð hefir Crane ekki gengið jafnvel og félögum hans í Golf Boys þeim Hunter Mahan, Bubba Watson og Rickie Fowler, sem auk þess hafa verið mun meira í fjölmiðlum en Crane; Mahan nú síðast vegna fæðingar fyrsta barns hans og þess að hann hætti í móti, sem hann var í forystu í til að vera viðstaddur fæðingu þess.

Crane hefir aðeins náð niðurskurði í 11 tilvikum af 20 í ár og þar af aðeins tvisvar verið meðal efstu 10. Besti árangur hans er T-4 á  the Shell Houston Open.

En þegar kemur að tónlistinni þá er Crane fremstur …. a.m.k. hefir enginn hinna þriggja sent frá sér sóló-lag.

Sjá má myndskeið með laginu „Bubble Boy“ með Ben Crane með því að SMELLA HÉR: