Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2013 | 20:30

Evróputúrinn: Gonzalez heldur forystunni

Argentínumaðurinn Ricardo Gonzalez er að spila hreint framúrskarandi golf á Johnnie Walker Championship.

Hann átti 2. hringinn í röð á 65 höggum og er því samtals búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sem spilað hefir á 131 höggi (65 66).

Þriðja sætinu deila þeir Englendingarnir Tommy Fleetwood og Mark Foster á samtals 11 undir pari, hvor.

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði eru Pablo Larrazabal, Robert Rock, Peter Uihlein og Austurríkismaðurinn Markus Brier. Nokkuð undarlegt að sjá Wiesberger í forystusæti en Brier ekki ná niðurskurði en Markus Brier hefir næstum verið einvaldur í austurrísku golfi s.l. 20 ár.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Johnnie Walker Championship SMELLIÐ HÉR: